„Spænska erfðastríðið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m byrja
 
Lína 11:
Við lok [[Níu ára stríðið|Níu ára stríðsins]] 1697 komust Bretar og Frakkar að samkomulagi um að Jósef yrði ríkisarfi á Spáni en að hlutum spænska ríkisins í Evrópu yrði skipt. Spænska stjórnin mótmælti þessu og Karl 2. gerði erfðaskrá þar sem hann arfleiddi Jósef Ferdinand að öllum löndum Spánar, ekki bara þeim sem Frakkar og Bretar vildu að hann fengi. Furstinn dó hins vegar úr [[bólusótt]] árið 1699 og vandamálið kom því aftur upp. England og Frakkland gerðu því nýtt samkomulag þar sem [[Karl 6. keisari|Karl erkihertogi]] var útnefndur ríkisarfi en lönd Spánar á [[Ítalía|Ítalíu]] gengu til Frakklands. Austurríkismenn voru ósáttir við þetta fyrirkomulag því þeir ásældust Ítalíu fremur en Spán. Andstaðan var jafnvel enn meiri á Spáni og að lokum samþykkti Karl 2. að útnefna [[Filippus 5. Spánarkonungur|Filippus]], næstelsta son Loðvíks ríkisarfa, erfingja sinn.
 
Frakkar, að áeggjan utanríkisráðherrans [[Jean-Baptiste Colbert af Torcy]], féllust á þennan ráðahag þótt það myndi óhjákvæmilega kosta stríð við Austurríkismenn. Karl 2. lést [[1. nóvember]] [[1700]] og [[24. nóvember]] lýsti [[Loðvík 14.]] Filippus af Anjou [[konungur Spánar|konung spænska heimsveldisins]]. [[Vilhjálmur 3. Englandskonungur]] gat ekki farið í stríð við Frakka þar sem hann skorti stuðning innanlands og féllst því treglega á þennan ráðahag árið 1701. Loðvík gekk hins vegar of langt í því að tryggja yfirráð Frakka þegar hann bannaði verslun milli Spánar og Englands og Hollands. Bretar gerðu þá samkomulag við Hollendinga og Austurríkismenn þar sem þeir sættust á að Filippus yrði Spánarkonungur, en að spænsku héruðin á Ítalíu skyldu ganga til Austurríkis auk [[Spænsku Niðurlönd|Spænsku Niðurlanda]]. Nokkrum dögum síðar lést [[Jakob 2. Englandskonungur]] í útlegð í Frakklandi og Loðvík lýsti því yfir að sonur hans [[Jakob Frans Stúart]] væri réttmætur konungur Englands. Þetta hafði þau áhrif á almenningsálitið í Englandi að Vilhjálmur fékk þann stuðning sem hann þurfti til að undirbúa stríð við Frakka. Hollendingar höfðu þá þegar tekið til við að koma sér upp her.
 
==Stríðið==