„Kringlan“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Orri (spjall | framlög)
Kringlubíó opnaði ekki fyrr en 1997 (samkvæmt grein úr greinasafni Morgunblaðsins).
Lína 1:
:''Þessi grein fjallar um verslunarmiðstöð, til að sjá aðar merkingar á orðinu má skoða [[Kringlan (aðgreining)]].''
[[Image:Kringlan Tower.JPG|thumb|Turn Kringlunnar á norðanverðri hlið hennar.]]
'''Kringlan''' er verslunarmiðstöð sem liggur við [[Kringlan (gata)|Kringlugötu]] og var hún ein af fyrstu verslunarmiðstöðvunum sem byggðar voru í Reykjavík, í Reykjavík höfðu áður risið [[verslunarkjarni|verslunarkjarnarnir]], [[Austurver]], [[Suðurver]], [[Glæsibær]] og [[Grímsbær]] auk [[Skeifan|Skeifunnar]]. Áður hafði t.d. [[Kjörgarður]] við [[Laugavegur|Laugaveg]] verið hannaður út frá innra sameiginlegu svæði, en Kringlan var samt sem áður fyrsta eiginlega verslunarmiðstöðin með innri göngugötu á tveimur hæðum og tugi verslana samankomna á einum stað. Kringlan opnaði [[13. ágúst]] [[1987]]. Árið [[1991]] var '''Borgarkringlan''' opnuð, nokkurs konar „lítil Kringla“, minni verslunarmiðstöð milli Kringlunnar og [[Borgarleikhúsið|Borgarleikhússins]] sem hýsti meðal annars [[Kringlubíó]], [[Kringlukráin|Kringlukrána]] og margar gjafavöruverslanir. Árið [[1997]] voru síðan Kringlan og Borgarkringlan tengdar saman í eina byggingu með um 4000 [[fermetri|m²]] millibyggingu.
 
Kringlan er stærsta verslunarmiðstöð [[Reykjavík]]ur og sú næst stærsta á [[Ísland]]i og eru þar starfræktar yfir 170 búðir, veitinga- og þjónustustaðir. Þar er allt frá [[bókasafn]]i, fasteignasölu, kvikmynda- og [[leikhús]]i, til vín- og fataverslana. Miðstöðin hefur vaxið mikið á síðari árum og hefur hún verið talin ógnun við Laugarveginn og aðra verslunarkjarna. Helsti keppinautur Kringlunnar, er [[Smáralind]]in sem er í [[Smárinn|Smáranum]] í [[Kópavogur|Kópavogi]].