„Vífilsstaðir“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
→‎Tenglar: Eitt og annað um berkla hér líka
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Vífilsstaðir''' (áður '''Vífilsstaðaspítali''') er hjúkrunarheimili [[Hrafnista|Hrafnistu]] skammt frá [[Garðabær|Garðabæ]] sem hýsir um 50 aldraða. Stöðugildi eru 53 og starfsmenn um 80.
 
==Saga==
Upprunalega byggði [[Vífill (þræll)|Vífill]] bæinn Vífilsstaði eftir að [[Ingólfur Arnarson]], landnámsmaður [[Ísland]]s, hafði veitt honum frelsi fyrir fund á [[öndvegissúlur|öndvegissúlum]] sínum tveim sem hann hafði varpað frá borði og hugðist byggja sér bæ þar sem þær ráku á land. [[Vífilsfell]] er einnig kennt við hann.
 
Þann [[1. september]] [[1910]] var spítali fyrir [[berklar|berklasjúklinga]] byggtbyggður á Vífilsstöðum sem [[Rögnvaldur Ólafsson]] teiknaði. Eftir að berklasjúklingum fór fækkandi árið 1973 var byrjað að taka á móti öllum öndunarfærasjúklingum. Þar var einnig stórt kúabú, sem lagt var niður árið 1974. Sérstök meðferðardeild fyrir áfengissjúklinga sem tilheyrði [[Kleppsspítali|Kleppsspítala]] var stofnuð þar árið 1976. Þeirri deild var lokað 2002.
 
Rekstur hjúkrunarheimilis fyrir aldraða hófst í byrjun árs 2004 að endurinnréttingu á húsinu loknu. Telst aðstaðan með þvi nútímalegra sem gerist. Hrafnista annast rekstur Vífilsstaða og leigir húsið af ríkinu. Níu af hverjum tíu heimilismanna koma beint af öldrunardeildum [[LSH]], en 10% heimilismanna eru teknir inn samkvæmt hefðbundnum inntökureglum.