„Örfirisey“: Munur á milli breytinga

m
Ekkert breytingarágrip
== Olíubirgðastöðin í Örfirisey ==
 
Í Örfirisey er [[olíubirgðastöð]] en árið [[1950]] hóf [[Olíufélagið hf]]. hóf að byggja þar olíubirgðageyma. Árið [[1970]] fékk [[Skeljungur hf]] úthlutað lóð við hlið lóðar Olíufélagsins hf og hafa olíufélögin samstarf þar hvað varðar öryggismál og rekstur [[löndun]]arlagna. Árið [[1995]] voru þrjár olíubirgðastöðvar starfræktar í [[Reykjavík]]: stöðin í Örfirisey, birgðastöð Skeljungs hf í [[Skerjafjörður|Skerjafirði]] og olíubirgðastöð [[Olíuverslun Íslands hf|Olíuverzlunar Íslands hf]] í [[Laugarnes]]i. Á því ári var hafinn undirbúningur að sameiningu reksturs olíubirgðastöðva [[Olíudreifing ehf|Olíudreifingar ehf]] í Örfirisey og voru þrír geymar fluttir úr stöðinni í Laugarnesi í Örfirisey í þeim tilgangi, en Laugarnesstöðin var tekin úr notkun [[1997]]. Árið [[1998]] seldi Skeljungur lóð félagsins í Skerjafirði og síðan þá er Örfirisey eini staðurinn í höfuðborginni sem olíubirgðastöðvar eru starfræktar.
 
Árið 1986 var fyrsti hluti [[Eyjargarður|Eyjargarðs]] byggður og lestun strandflutningaskipa flutt þangað frá [[olía|olíubryggju]] við [[Grandagarður|Grandagarð]] því ekki þótti ásættanlegt að [[bensín]]i væri lestað í skip í miðri fiskiskipahöfn. Á svipað leyti var geymslu á bensíni í olíubirgðastöðinni [[Hafnarfjörður|Hafnarfirði]] og olíubirgðastöð Skeljungs í Skerjafirði hætt.
16.107

breytingar