„Utanþingsstjórn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Utanþingsstjórn''' er í [[þingræði]]sríki [[ríkisstjórn]] sem tekur við völdum tímabundið þegar ekki tekst að mynda ríkisstjórn eftir hefðbundnum [[lýðræði]]slegum leiðum af einhverjum ástæðum. Utanþingsstjórnir eru skipaðar beint af [[þjóðhöfðingi|þjóðhöfðingja]] og stjórna með stuðningi eða hlutleysi [[löggjafarvald]]sins. Þetta felur yfirleitt í sér að stjórnin lætur sér nægja að sjá um daglegan rekstur ríkisins enog getur ekki tekiðforðast umdeildar ákvarðanir.
 
Á [[Ísland]]i hefur einu sinni setið utanþingsstjórn, [[ríkisstjórn Björns Þórðarsonar]], sem [[Sveinn Björnsson]] ríkisstjóri skipaði í kjölfar þess að formenn stjórnmálaflokkanna gátu ekki komið sér saman um myndun ríkisstjórnar. Utanþingsstjórnin sat í tvö ár 1942 til 1944. Nokkrum sinnum síðan hefur myndun utanþingsstjórnar komið til tals og er stundum talað um hana sem „svipu“ sem forseti hefur til að knýja formenn flokkanna til samkomulags.