„Brjáns saga“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
JabbiAWB (spjall | framlög)
skipti út f. wpsnið using AWB
Lína 1:
'''Brjáns saga''' – (eða '''Brjánssaga''') – var forn íslensk saga ([[tilgátusaga]]), þar sem m.a. var sagt frá [[Brjánsbardagi | Brjánsbardaga]] á [[Írland]]i og Brjáni yfirkonungi Írlands. Sagan er glötuð.
 
Flestir fræðimenn eru sammála um að í 154.–157. kafla [[Njáls saga|Njáls sögu]] sé stuðst við glatað rit um Brjánsbardaga. Þetta rit er einnig notað í [[Þorsteins saga Síðu-Hallssonar|Þorsteins sögu Síðu-Hallssonar]] og lítillega í [[Orkneyinga saga | Orkneyinga sögu]]. Þessi tilgátusaga er venjulega kölluð ''Brjáns saga'', og hefur líklega verið samin á Íslandi um 1200. Hún hefur e.t.v. verið eina íslenska fornritið sem fjallaði að mestu um írska atburði.
 
Í Þorsteins sögu segir: „Jarl [Sigurður Hlöðvisson] þakkaði honum [Þorsteini] orð sín. Þeir fóru síðan til Írlands og börðust við Brján konung, og urðu þar mörg tíðendi senn, sem segir í sögu hans.“ Talið hefur verið að orðið ''hans'' vísi til Brjáns konungs og sögu hans. [[Jón Jóhannesson]] benti hins vegar á, að þetta megi skilja svo að átt sé við sérstaka sögu af [[Sigurður Hlöðvisson|Sigurði Hlöðvissyni]] Orkneyjajarli, sem féll í Brjánsbardaga. Sú saga er glötuð ef til hefur verið. Þrátt fyrir þennan möguleika hélt Jón sig við það að átt sé við sögu Brjáns konungs.
Lína 17:
* H. B. Clarke, M. Ní Mhaonaigh og R. Ó Floinn (ritstj.): ''Ireland and Scandinavia in the Early Viking Age''. Four Courts Press, 1998.
* John Kennedy: ''The Íslendingasögur and Ireland''. http://www.dur.ac.uk/medieval.www/sagaconf/kennedy.htm
* {{enwikiheimildwpheimild | tungumál = en | titill = Brjáns saga | mánuðurskoðað = 2. nóvember | árskoðað = 2008}}
 
== Tengt efni ==