„Þjóðabandalagið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Escarbot (spjall | framlög)
m +mynd
Lína 1:
[[Mynd:Bundesarchiv_Bild_102-02454,_Genf,_Schlusssitzung_des_Völkerbundrates.jpg|thumb|right|Fundur Þjóðabandalagsins í Genf árið 1923.]]
'''Þjóðabandalagið''' var [[alþjóðasamtök]] sem voru stofnuð á [[Friðarráðstefnan í París 1919|Friðarráðstefnunni í París 1919]] í kjölfar [[Fyrri heimsstyrjöldin|fyrri heimsstyrjaldarinnar]]. Markmið samtakanna voru [[afvopnun]] og að koma í veg fyrir [[styrjöld|styrjaldir]] með [[samtrygging]]u, að leysa úr milliríkjadeilum með [[samningur|samningaviðræðum]] og að bæta [[velferð]] í heiminum. Sú stefna í alþjóðastjórnmálum sem lá á bak við bandalagið var gerólík þeirri sem ríkt hafði fram að því. Þjóðabandalagið bjó ekki yfir eigin [[her]] og treysti því á [[stórveldi]]n til að tryggja framkvæmd ákvarðana bandalagsins. [[Síðari heimsstyrjöldin]] sýndi greinilega fram á að bandalaginu hefði mistekist að ná einu helsta markmiði sínu: að koma í veg fyrir stríð. Eftir heimsstyrjöldina tóku [[Sameinuðu þjóðirnar]] við af bandalaginu.