„Riddarasögur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
JabbiAWB (spjall | framlög)
skipti út f. wpheimild using AWB
Lína 6:
Riddarasögur einkennast oft af frásögnum af hirðlífi og ástum, glæsilegum konum og köppum, svakalegum bardögum og yfirnáttúrulegum hetjudáðum. Hugprýði, drengskapur, háttvísi, hreysti, [[kurteisi]] og [[rómantík]] eru áberandi í sögunum og sönn kristileg hegðun er mikilvæg. Skýr skil eru gerð á milli góðs og ills og eru það oft kristnir menn sem eru hetjurnar og þeir slæmu [[heiðni]]r, frá þjóðum í suðri og norðri. Hetjunum er lýst á afar jákvæðan hátt, bæði persónuleika og útliti, og ekkert dregið þar úr.
 
Erlendu riddarasögurnar voru yfirleitt í [[Bundið mál|bundnu máli]] (kappakvæði eða riddarasöngvar), en voru þýddar í óbundið mál í [[Noregur | Noregi]]. Talið er að upphaf norrænna riddarasagna megi rekja til þess að [[Hákon gamli|Hákon konungur gamli]] lét [[Bróðir Róbert|bróður Róbert]] (þ.e. Róbert munk) þýða ''Tristrams sögu og Ísöndar'', um [[1226]]. Hefur sú þýðing mikið gildi, því að franski frumtextinn er að mestu glataður. ''Elís saga og Rósamundu'' var þýdd af Róbert ábóta, sem talinn er sami maður og bróðir Róbert. Hákon konungur lét þýða fleiri riddarasögur, t.d. ''Möttuls sögu'', einnig er líklegt að sagnaflokkur eftir [[Chrétien de Troyes]] hafi verið þýddur að hans frumkvæði, þ.e. ''Erex saga'', ''Ívents saga'', ''Parcevals saga'' og ''Valvens þáttur''.
 
''Strengleikar'', eru safn stuttra ljóðsagna, flestar eftir [[Marie de France]].
Lína 83:
* Loth, Agnete (1962-5). ''Late medieval Icelandic romances'' (5 bindi). Den Arnamagnæanske Komission. Copenhagen.
* Naess, Harald S. (1993). ''A History of Norwegian Literature''. University of Nebraska Press. ISBN 0-8032-3317-5
* {{enwikiheimildwpheimild | tungumál = en | titill = Chivalric sagas | mánuðurskoðað = 12. júlí | árskoðað = 2008}}
 
 
[[Flokkur:Riddarasögur]]