„Sultartangastöð“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Asgegg (spjall | framlög)
Síða um Sultartangastöð stofnuð
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 12. desember 2008 kl. 14:17

Sultartangastöð er vatnsaflsvirkjun í Þjórsá, staðsett nokkurn veginn miðja vegu á milli Hrauneyjafossstöðvar og Búrfellsstöðvar.

Tilhögun

Framkvæmdir hófust árið 1997 en stöðin komst í fullan rekstur árið 2000. Þetta varð fimmta stórvirkjun Landsvirkjunar en áður höfðu verið byggðar virkjanir við Sigöldu og Hrauneyjafoss í Tungnaá, Búrfell í Þjórsá, og neðanjarðarvirkjun í Blöndu.

Sultartangastöð nýtir vatn er rennur úr Sultartangalóni sem myndaðist á árunum 1982 – 1984 þegar Þjórsá og Tungnaá voru stíflaðar austan undir Sandafelli, u.þ.b. kílómetra ofan ármótanna. Sultartangastíflan er lengsta stífla á Íslandi. Á byggingartíma Sultatangastöðvar var stíflan hækkuð um einn metra og við það óx lónið úr 18 í 20 km².

Aðrennslisgöng liggja úr lóninu í gegnum Sandafell að jöfnunarþró suðvestan í fellinu. Við enda þróarinnar er stöðvarinntak eða aðhlaupshús og þaðan liggja stálpípur að stöðvarhúsinu. Aflvélar eru tvær af Francis gerð(setja link), hvor um sig 60 MW.

Frárennslisskurður liggur frá stöðvarhúsinu í rótum Sandafells, um Álftafell og niður á Hafið. Skurðurinn sveigir í stefnu meðfram farvegi Þjórsár og fylgir honum að stað 800 m ofan við veitustíflu Búrfellsvirkjunar þar sem hann liggur út í farveg Þjórsár.

Tengivirki og línuleiðir

Tengivirki er í rofahúsinu vestan við stöðina með SF6 einangruðum rofabúnaði. Við innleiðingu nýrrar raforkulaga á árinu 2004, varð tengivirkið hluti flutningskerfis Landsnets. Inn í húsið tengist 220 kV háspennulína frá Hrauneyjafossi að tengivirki Landsnets að Brennimel í Hvalfirði.