„Heimspeki 17. aldar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
SpillingBot (spjall | framlög)
m bot: Retter lenke til peker: Francis Bacon - Endret lenke(r) til Francis Bacon (heimspekingur)
Lína 7:
[[Þýskaland|þýski]] [[heimspekingur]]inn [[Immanuel Kant]] ([[1724]]-[[1804]]) greindi forvera sína í tvær meginfylkingar: [[Rökhyggja|rökhyggjumenn]] og [[Raunhyggja|raunhyggjumenn]]. Nútímaheimspeki, einkum á 17. og 18. öld, er oft lýst sem átökum milli þessara tveggja fylkinga. Greiningin er þó einföldun og tímaskekkja að því leyti að heimspekingarnir sem um ræðir litu ekki á sig sem annaðhvort raunhyggju- eða rökhyggjumenn.
 
Þrátt fyrir að vera ef til vill að einhverju leyti villandi hefur greiningin þótt þægileg til að lýsa áherslumun og meginviðhorfum heimspekinga á 17. og 18. öld og er enn víða notuð. Megin rökhyggjumennirnur eru venjulega taldir vera Descartes, [[Baruch Spinoza]] og [[Gottfried Wilhelm Leibniz]]. Megin raunhyggjumennirnir eru taldir vera [[John Locke]], [[George Berkeley]] og [[David Hume]] en mikilvægir forverar þeirra voru [[Francis Bacon (heimspekingur)|Francis Bacon]] og [[Thomas Hobbes]]. Athygli vekur að megin rökhyggjumennirnir voru allir af meginlandi [[Evrópa|Evrópu]] en raunhyggjumennirnir frá [[enska|enskumælandi]] löndum. Sumir hafa því viljað rekja rót skiptingar [[Heimspeki 20. aldar|20. aldar heimspeki]] í [[meginlandsheimspeki]] og [[rökgreiningarheimspeki]] til þessa tíma; slík söguskýring er umdeilanleg og líklega nokkur ofureinföldun, enda þótt bresk heimspekihefð hafi verið snar þáttur í rökgreiningarheimspekinni.
 
Stundum er sagt að deilan milli rökhyggju- og raunhyggjumanna hafi snúist um tilvist „[[Áskapaðar hugmyndir|áskapaðra hugmynda]]“. Rökhyggjumennirnir töldu að skynsemin ein nægði, að minnsta kosti kenningu samkvæmt ef ekki í reynd, til að afla allrar [[þekking]]ar. Raunhyggjumennirnir höfnuðu þessu og töldu að öll þekking yrði til með skynreynslu. Rökhyggjumenn litu til [[stærfræði]]nnar sem fyrirmyndar þekkingar en raunhyggjumennirnir litu frekar til náttúruvísindanna.