„Breiðafjörður“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Masae (spjall | framlög)
viðbót
SpillingBot (spjall | framlög)
m bot: Retter lenke til peker: Flatey - Endret lenke(r) til Flatey á Breiðafirði
Lína 11:
 
==Búseta og landnýting==
Breiðarfjörður hefur verið í byggð allt frá því að Þrándur mjóbein nam land í [[Flatey á Breiðafirði|Flatey]]. Þar þóttu landkostir miklir þó að eyjarnar væru smáar, hlunnindabúskpur eyjabænda bætti það ríflega upp. Nýttu menn jöfnum höndum fisk, sel og fugl. Helstu verstöðvar voru í [[Oddbjarnarsker]]i, [[Bjarnaeyjar|Bjarneyjum]] og [[Höskuldsey]]. Dvöldu um 200 manns vor og haust á vertíð í Oddbjarnaskeri fram á seinni hluta 19. aldar. Einkum voru það flatfiskar, hrongkelsi, þorskur, ýsa og skata sem veidd var. Selurinn gaf af sér kjöt og spik til fæðu (og einnig brætt og notað sem ljósgjafi) og skinn í klæði og skó. Auk fuglatekju til matar var eggjatekja og dúntekja mikilvæg hlunnindi.
 
Nú er einungis búið árum um á tveimur eyjum, Flatey og [[Skáley]]. Í Flatey er einna best varveittur byggðakjarni landsins frá seinni hluta 19. aldar og byrjun þeirrar 20. í Flatey var [[Flateyjarklaustur|klaustur]] frá [[1172]] og þar var [[Flateyjarbók]], sem er merk heimild um Noregskonunga, varðveitt um tíma.