„Reifasveppir“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Jóna Þórunn (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
SpillingBot (spjall | framlög)
m bot: Endrer omdirigeringslenke: Fanir - Endret lenke(r) til Fanir (sveppir)
Lína 20:
'''Reifasveppir''' ([[fræðiheiti]]: ''Amanita'') eru [[ættkvísl (flokkunarfræði)|ættkvísl]] [[hattsveppir|hattsveppa]] sem telur nokkrar af eitruðustu sveppategundum heims. Reifasveppir eru valdir að 95% dauðsfalla vegna [[sveppaeitrun]]ar í heiminum, en [[grænserkur]] (''Amanita phalloides'') er einn valdur að um helmingi þeirra. Þessir sveppir innihalda ýmsar gerðir [[eitur]]s, en það öflugasta er [[alfaamanítín]]. Nokkrir reifasveppir, eins og t.d. hinn eftirsótti [[keisaraserkur]] (''Amanita caesarea''), eru vel ætir og bragðgóðir en sumt sveppatínslufólk forðast ættkvíslina alveg vegna þess hve margar hættulega eitraðar tegundir tilheyra henni.
 
Reifasveppir mynda stóran [[æxlihnúður|æxlihnúð]] með [[sveppahattur|hatti]]. [[Gróbeður]]inn er í lagi af [[fanirFanir (sveppir)|fönum]] neðan á hattinum. Eitt helsta einkenni reifasveppa er að [[stafur (sveppur)|stafur]] þeirra er með bæði hring og slíður. Hringurinn efst á stafnum eru leifar af fanhulu, en slíðrið við rótina eru leifar af himnu (reifum) sem hylur allan sveppinn meðan hann er ungur. Á hattinum sjást líka oft leifar af þessari himnu, eins og á greinilegum hvítum skellunum á rauðum hatti [[berserkjasveppur|berserkjasvepps]] (''Amanita muscaria'').
 
==Nokkrar reifasveppategundir==