„Johan Bülow“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
SpillingBot (spjall | framlög)
m bot: Retter lenke til peker: Bjólfskviða - Endret lenke(r) til Bjólfskviða (kvæði)
Lína 8:
Bülow gerðist eftir þetta mikill stuðningsmaður vísinda og lista. Er talið að hann hafi varið a.m.k. 41.000 ríkisdölum af eigin fé til þeirra mála. Hefur hann í gamni stundum verið kallaður [[Carlsbergssjóður]] sinnar tíðar. Framlög hans skiptu því meira máli, af því að þau ár sem hann var hvað stórtækastur við styrkveitingar voru kreppuár í dönsku samfélagi.
 
Meðal vina Johans Bülows var [[Grímur Jónsson Thorkelín]]. Þegar Bülow var í valdaaðstöðu við hirðina hafði hann milligöngu um ýmsa fyrirgreiðslu við Grím, m.a. styrki til [[England]]sfarar 1786-1791. Vinátta þeirra hélst eftir að Bülow féll í ónáð, og studdi hann Grím við undirbúning og útgáfu [[Bjólfskviða (kvæði)|Bjólfskviðu]], [[1815]], alls um 1.800 ríkisdali. Einnig studdi hann [[N. F. S. Grundtvig]] til að þýða kviðuna á dönsku og gefa hana út, [[1820]]. Loks má nefna að hann veitti [[Rasmus Kristján Rask|Rasmusi Kristjáni Rask]] 2.000 ríkisdala styrk 1816-1817, sem gerði honum kleift að leggja í austurlandaför sína.
 
Bülow varð heiðursfélagi í [[Hið íslenska bókmenntafélag|Hinu íslenska bókmenntafélagi]] 1818, og hann var fyrsti heiðursfélagi [[Fornfræðafélagið|Fornfræðafélagsins]] 1825.