„Kontrabassi“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Sauðkindin (spjall | framlög)
m robot Bæti við: tg:Контрабас
SpillingBot (spjall | framlög)
m bot: Retter lenke til peker: Bassi - Fjernet lenke(r)
Lína 1:
[[Mynd:AGK bass1 full.jpg|thumb|Kontrabassi með frönskum boga.]]
'''Kontrabassi''', einnig kallaður '''bassafiðla''', er stærsta og dýpsta [[strokstrengjahljóðfæri]]ð sem í dag er notað í venjulegri [[sinfóníuhljómsveit]]. Hann er oft talinn [[Bassi|bassahljóðfæri]] [[Fiðlufjölskyldan|fiðlufjölskyldunnar]] og er notaður sem slíkur í dag en er þó réttar skilgreindur sem hluti [[Gömbufjölskyldan|gömbufjölskyldunnar]]. Kontrabassa má í raun kalla bassagömbu og er það sem kemst næst því að vera nútímaafkomandi [[Gamba (hljóðfæri)|gömbunnar]] ([[Ítalska|ít.]] ''viola da gamba''). Munur á kontrabassanum og öðrum gömbum er þó sá að bassinn hefur aðeins fjóra strengi en flest hljóðfæri gömbufjölskyldunnar hafa fimm eða sex. Áður voru strengirnir aðeins þrír, en sumir kontrabassar í dag hafa allt að fimm strengi. Stilling strengjanna er þó í ferundum, líkt og í gömbufjölskyldunni en ólíkt fiðlufjölskyldunni.
 
Strengirnir eru stilltir á nóturnar E A D og G, að neðan talið. Ef bassinn er fimm strengja er H streng bætt við fyrir neðan. Önnur leið fyrir bassaleikara til að ná dýpri nótum á kontrabassann er svokölluð framlenging, þar sem A strengurinn er framlengdur til að vera C strengur. Nokkrar fleiri stillingar eru þó notaðar að staðaldri, þar á meðal að stilla bassann í fimmundum, áttund fyrir neðan [[selló]], (C G D og A að neðan talið) í [[djass]] og heiltóni ofar en venjuleg stilling (Fís H E og A) fyrir einleik. Tvær gerðir [[Bogi (tónlist)|boga]] eru til fyrir kontrabassann, [[Franskur bogi|frönsk]] og [[Þýskur bogi|þýsk]]. Þeirri fyrrnefndu svipar að mestu til boga fiðlufjölskyldunnar, en sú síðarnefnda er styttri og breiðari. Notkun boganna er mjög ólík en munurinn heyrist þó ekki hjá vel þjálfuðum kontrabassaleikurum.