Munur á milli breytinga „Spjall:Efahyggja“

ekkert breytingarágrip
:::::::: Þetta eru mörg góð orð þótt þau séu ekki mikið notuð á okkar tímum, og persónulega finnst mér hugtakið "veikt trúleysi" örlítið kjánalegt. Það er hins vegar algjörlega satt það sem Cessator segir að við eigum ekki láta okkar persónulega mat hafa mikil áhrif á hvað kalla skal greinar heldur augljóslega það sem er mest notað. Þar virðist ''veikt trúleysi'' hljóta sigur úr bítum, en mér finnst sjálfsagt að orðin úr [[orðabók Blöndals]] og hinn orðin sem þú komst með komi líka fram í greininni, þetta eru líka mjög flott orð og það er gaman að fá svona fróðleik inn á Wikipediu þar sem hann er aðgengilegur öllum sem hafa aðgang að nettengingu. En já, ég kýs líklega [[Veikt trúleysi]] þótt ég sé ekkert sérstaklega hrifinn af því --[[Notandi:BiT|Baldur Blöndal]] 8. desember 2008 kl. 04:42 (UTC)
::::::::: Hvað er svona kjánalegt við það annars? --[[Notandi:Cessator|Cessator]] 8. desember 2008 kl. 06:44 (UTC)
::::::::::Kjánalegt og ekki kjánalegt. Mér finnst orðið ''óvissuspeki'' vera hugsað svona dálítið líkt og Huxley hugsaði a-gnostikismann. ''Veikt guðleysi'', hm, það er engin snerpa í þessum tveimur orðum en snerpa er mjög mikilvæg í hnyttni, skáldskap og samræðu. Sem og í heimspeki. Veikt guðleysi er líka tvö orð, meðan óvissuspeki er eitt. Það er einhver leti yfir hugtaka-tvílengjunni ''veikt guðleysi'' og skortur á töfrum í henni. Óvissuspeki vekur líka áhuga á hvað liggur á bakvið hugtakinu, veikt guðleysi gerir mann - alltént mig - áhugalausan. Heimspeki á að vekja áhuga, ekki vera einhver litlaus inniskóafræði. (Bara svona smá hugleiðingar)--[[Kerfissíða:Framlög/85.220.14.38|85.220.14.38]] 8. desember 2008 kl. 09:20 (UTC)
Óskráður notandi