„Fylki (stærðfræði)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Sauðkindin (spjall | framlög)
m robot Bæti við: hi:व्यूह
Ojs (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 12:
þar sem að <math>a_{ij}</math> er talan í ''i''-tu röð og ''j''-ta dálki. Hver tala í fylkinu er kallað [[stak]]. Hægt er að túlka eina línu sem ''m''-víðan [[vigur (stærðfræði)|vigur]], eða einn dálk sem ''n''-víðan vigur. Þá er vigur línu kallaður '''línuvigur''' og vigur dálks kallaður '''dálkvigur'''. Út frá þessu má leiða skilgreininguna að ''fylki er röðuð [[n-nd|''n''-nd]] vigra'', rétt eins og vigur er röðuð ''n''-nd talna.
 
Ef fylki hefur jafn marga dálka og línur (''n×n'') er það kallað '''ferningsfylki'''. Ef stökin á hornalínunni (frá efra vinstra horni að neðra hægra horni) eru einu stökin sem hafa ekki gildið 0, þá er fylkið kallað '''hornalínufylki'''. Ef stökin ofan við hornalínuna eru öll [[núll]], en ekki neðan við hana, þá kallast fylkið '''neðra þríhyrningsfylki'''. Öfugt gildir, að ef stökin neðan við hornalínuna eru öll núll en ekki ofan við hana, þá er fylkið '''efra þríhyrningsfylki'''. Ferningsfylki er eina tegund fylkja sem geta átt sér andhverfu, en þó eru það skilyrði fyrir því að fylki eigi sér andhverfu að [[ákveða]] fylkisins er ekki núll, að [[stétt (stærðfræði)|stétt]] þess sé jafnt stærð þess (''n''). Ýmis önnur jafngild skilyrði eru til staðar. Sé ferningsfylki margfaldað við andhverfu sína er útkoman '''einingafylki'''. Einingafylki er hornalínufylki með töluna 1 í öllum stökum á hornalínunni. Sjá nánar í [[andhverf fylki]].
 
Hér eru nokkur dæmi um fylki: