„Faraó“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m faraó
 
m venjulegra svona
Lína 2:
'''Faraó''' (úr [[fornegypska|fornegypsku]]: ''pr-`3'' „mikið hús“) er [[titill]] sem venja er að nota um [[konungur|konunga]] [[Egyptaland hið forna|Egyptalands hins forna]]. Upphaflega kom orðið fyrir í samsettum titlum með vísun til konungshallarinnar eins og í ''smr pr-`3'', „hirðmaður hins mikla húss“. Á tímum [[Átjánda konungsættin|átjándu konungsættarinnar]] var farið að nota orðið til að ávarpa konunginn, sem annars er ''nswt'' á fornegypsku. Löngu síðar, á [[þriðja millitímabilið|þriðja millitímabilinu]], var þetta orð líklega borið fram *par-ʕoʔ sem varð φαραώ í [[forngríska|forngrísku]] og ''pharaō'' í [[latína|latínu]]. Brátt myndaðist hefð fyrir því að nota orðið sem titil allra konunga Egyptalands hins forna, hvort sem þeir ríktu fyrir eða eftir tíma átjándu konungsættarinnar.
 
Í Egyptalandi hinu forna erfðist konungstitillinn yfirleitt í kvenlegg og menn urðu konungar vegna tengsla sinna við konungbornar konur. Í fyrstu var litið svo á að konungurinn væri sonur kýrgyðjunnar [[Bat (gyðja)|Bat]] og síðar [[Haþor]] en síðar komst hefð á að líta á hann sem líkamning fálkaguðsins [[Hórus]]ar á jörðu meðan hann lifði, og [[ÓsírísÓsíris]]s eftir að hann dó. Þegar dýrkun ÓsíríssÓsíriss og [[Ísis]]ar varð áberandi varð konungurinn að tengilið dauðlegra manna við ÓsírísÓsíris sem sameinaðist honum eftir dauða sinn.
 
[[Flokkur:Faraóar| ]]