Munur á milli breytinga „William Shakespeare“

ekkert breytingarágrip
m
'''William Shakespeare''' ([[26. apríl]] [[1564]] – [[23. apríl]] [[1616]]) var [[England|enskur]] leikari, [[leikskáld]] og [[ljóðskáld]]. Hann samdi um 38 [[leikrit]], 154 [[sonnetta|sonnettur]] og önnur [[ljóð]]. Leikrit hans náðu töluverðum vinsældum meðan hann lifði og eftir að hann lést varð hann smám saman mikilvægari í samhengi [[bókmenntir|bókmennta]] á [[enska|ensku]] og nú á dögum er ekki óalgengt að hann sé kallaður mesti [[rithöfundur]] á enskri tungu fyrr og síðar. Hann hefur jafnan verið kallaður þjóðskáld Englendinga eða „hirðskáldið“ (''the bard'').
 
Leikritunarferli Shakespeares er stundum skipt í þrjá meginhluta; fyrstu [[gamanleikur|gamanleikina]] og sögulegu leikritin (t.d. ''[[Draumur á Jónsmessunótt]]'' og ''[[Hinrik IV, 1. hluti]]''), miðtímabilið þegar hann skrifar flesta frægu [[harmleikur|harmleikina]] (eins og ''[[Rómeó og Júlía]]'', ''[[Óþelló]]'', ''[[Makbeð]]'', ''[[Hamlet]]'' og ''[[Lér konungur|Lé konung]]'') og seinni rómönsurnar (''[[Vetrarævintýri]]'' og ''[[Ofviðrið]]''). Mörg af leikritunum eru endurgerðir eldri leikrita líkt og þá tíðkaðist.
 
[[Helgi Hálfdánarson, þýðandi|Helgi Hálfdánarson]], hefur þýtt öll leikrit Shakepeares á íslensku og telja margir þýðingar hans einstakar. Helgi viðheldur [[Stakhenda|stakhendu]] (''blank verse'') frumtextans, en notast auk þess einnig í hverri línu við [[Stuðlar|stuðla]], og sumstaðar við stuðla og [[Höfuðstafur|höfuðstaf]].
18.068

breytingar