„John Maynard Keynes“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
VolkovBot (spjall | framlög)
Lína 33:
Segja má að sátt hafi ríkt um uppbyggingu [[Velferðarkerfi|velferðarkerfa]] í anda kenninga Keynes frá lokum [[1931-1940|fjórða áratugarins]] og fram á þann [[1971-1980|áttunda]], bæði á Íslandi og annars staðar. Forseti [[Bandaríkin|Bandaríkjanna]] á [[1961-1970|sjöunda áratugnum]], [[John F. Kennedy]], framfylgdi til að mynda kenningum Keynes og í kjölfarið fylgdi lengsta [[hagvaxtarskeið]] BNA til þeirra tíma.<ref>Dillard: 719</ref> En þegar kom fram á áttunda áratuginn fóru að koma upp efasemdir um að þessi hagfræði stæðist. Til dæmis fór hagvöxtur minnkandi víða í Vestur-Evrópu auk þess sem [[verðbólga]] og [[atvinnuleysi]] fóru vaxandi. Hagfræðingar fóru að telja rót vandans felast í útþenslu [[ríki]]sins, sem í vaxandi mæli sogaði til sín [[fjármagn]] og hefði lamandi áhrif á [[frumkvæði]] [[Einstaklingur|einstaklinga]] og [[Fyrirtæki|fyrirtækja]].<ref>Stefanía Óskarsdóttir: 2</ref>
 
Upp úr þessu unnu þeir sigur í kosningum sem afneituðu keynesismanum. Kosning [[Ronald Reagan]] í Bandaríkjunum og [[Margaret Thatcher]] í Bretlandi eru órækar sannanir þess. Reyndar mistókust margar aðgerðir [[Ronald Reagan|RonaldsReagans]], en núorðið telja menn að það megi rekja til þess að bandarískur [[iðnaður]] hafi ekki verið undir þær búinn. Seinna var róið að því öllum árum að efla [[samkeppnishæfni]] fyrirtækja og einstaklinga og hefur það skilað tilætluðum árangri. Má í því sambandi nefna [[Bill Clinton]], sem notaði það sem eitt af sínum aðalkosningamálum í forsetakosningunum árið [[1992]].
 
== Arfleifð Keynes ==