„Óeirðirnar á Austurvelli 1949“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
stafsetning
Lína 8:
 
==Sviptingar==
Ætlunin var að fjalla um frumvarp ríkisstjórnarinnar þann 29. mars en þegar mikill mannfjöldi safnaðist saman á Austurvelli um daginn og lenti í hreinum bardaga milli lögreglu og unglinga var þingfundi fresta. Höfðu þá meðal annars 14 rúður verið brotnar á framhlið þinghússins. Daginn eftir var mikill viðbúnaður, voru lögreglumenn vopnaðir [[táragas]]i viðbúnir inni í þinghúsinu og þar að auki 85<ref>Óvinir ríkisins, Guðni Th. Jóhannsson, Mál og menning, 2006, ISBN 9979-3-2808-8, bl. 84</ref> (aðrar heimildir segja 50 <ref>[http://logreglan.is/displayer.asp?cat_id=435 Einkennisbúningar og einkenni lögreglunnar í Reykjavík til 1958]</ref>) manna hópur sem kallaðir höfðu verið út sem [[varalögregla]]. Voru allir varalögreglumenn félagar í [[Heimdallur (félag)|Heimdalli]], ungliðahreyfingu Sjálfstæðisflokksins. Einnig voru um þúsund menn inni í og í kringum þinghúsið þangað kallaðir til varnar án þess að fá varalögreglustöðu. Þar að auki hvöttu formenn Sjálfstæðisflokksins, [[Framsóknarflokkurinn|Framsóknarflokksins]] og [[Alþýðuflokkurinn|Alþýðuflokksins]] (meðal annars með áskorun í útvarpinu) "friðsama borgara" að safnast við Alþingishúsið. [[Verkamannafélagið Dagsbrún]] og [[Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna]] höfðu boðað til útifundar við [[Miðbæjarskólinn|Miðbæjarskólann]] til að mótmæla aðild að hernaðarbandalaginu. Að fundinum loknum héldu fundarmenn með kröfur sínar í átt að Alþingi. Mættu þeir þar lögreglu og stuðningsmönnum ríkisstjórnarinnar. Áætlað er að á Austurvelli hafi þá verið samankomið milli 8 - 10 þúsund manns. Hófust fljótlega stympingar manna á milli. Eftir að fréttir bárust um að þingfundi væri lokið og að Alþingi hefi samþykkt aðild Íslands að NATÓ mögnuðust átökin. 37 þingmenn voru með frumvarpinu, allir 20 þingmenn Sjálfstæðisflokksins, 11 þingmenn Framsóknarflokksins og sex þingmenn Alþýðuflokksins. Allir tíu þingmenn Sósíalistaflokksins voru á móti og þar að auki tveir þingmenn Alþýðuflokksins og einn þingmaður Framsóknarflokksins. Tveir framsóknarþingmenn greiddu ekki atkvæði. Keyrði þá allt um þverbak þegar þingmenn leituðu útgöngu og urðu úr mikil slagsmál og grjótkast að húsinu og voru flestar rúður brotnar og skrámuðust ýmsir inn í þingsal. Varalið lögreglunnar hafði farið á undan með kylfur á loft og átti í vök að verjast. Kom þá svo nefnd "gassveit" lögreglunnar út úr húsinu og hóf að dreifa táragasi og tæmdist Austurvöllur fljótlega. Alls þurftu 12 manns að fara á [[Landspítalinn|Landspítalann]] og voru nokkrir allvarlegaalvarlega slasaðir þar á meðal fimm lögregluþjónar og unglingur sem hafði slasast illa á auga af táragassprengju.
 
==Viðbrögð dagblaða==