„Saga Kópavogs“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
→‎Frumbýlisárin: stafsetning
Lína 40:
1946 voru haldnar [[Hreppsnefndarkosningar á Seltjarnarnesi#1946|hreppsnefndarkosningar í Seltjarnarneshreppi]] og komust Kópavogsbúar í meirihluta. Þeir þrýstu mjög á að fá margfalt hærri fjárveitingar til vegagerðar en náðu ekki fram nema hluta þess.
 
Sökum mikillar fólksfjölgunar í Kópavogi og því að Seltjarnarneshreppur var nú aðskilinní tveimur aðskildum hlutum eftir að [[Skerjafjörður]] var færður undir [[Reykjavík]]urbæ, óskuðu Seltirningar eftir því að aðskilja Seltjarnarneshrepp þannig að Kópavogsbúar mynduðu eigin hrepp. Sú skipting var samþykkt og 1. janúar 1948 tók hún gildi þegar Kópavogur og þau landsvæði sem féllu í hans hlut mynduðu Kópavogshrepp.
 
Mikil húsnæðisekkla var í Reykjavík og bjuggu þúsundir manna í herskálum og íbúðum sem taldar voru ófullnægjandi. Nóg landrými var í Kópavogi og íbúafjöldi hríðjókst á hverju ári. 1948 voru 1163 fullorðnir skráðir í Kópavogi en 1950 voru þeir orðnir 1647 og 1955 var fjöldinn orðinn 3783.