„Guðmundur Finnbogason“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Sauðkindin (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 8:
Árin [[1905]]-[[1906]] fékkst Guðmundur við ritstjórn Skírnis og þýðingar. Meðal annars þýddi hann fyrirlestur [[William James]] um „ódauðleikann“ sem kom út árið 1905. Sama ár birti Guðmundur grein í Skírni um bók James, ''The Varieties of Religious Experience'', og árið 1906 þýddi Guðmundur grein eftir [[Henri Bergson]] sem nefnist ''Um listir''.<ref name="pind-2005-23-24">Jörgen L. Pind (2005), bls. 23 og 24</ref>
 
Árin [[1908]]-[[1910]] vann Guðmundur að [[doktorsritgerð]] sinni með einum eða öðrum hætti.<ref name="pind-2005-24-25">Jörgen L. Pind (2005), bls. 24 og 25</ref> Ritgerð Guðmundar hét „''Den sympatiske forstaaelse''“ eða ''Samúðarskilningurinn''.<ref name="pind-2005-25">Jörgen L. Pind (2005), bls. 25</ref> Hún vakti mikla athygli fræðimanna, enda um afar frumlegt verk að ræða auk þess sem hún er fyrsta íslenska doktorsritgerðin sem telja má sálfræðilega ritsmíð.{{Heimild vantar}} Hún fjallar um það að skilningur manna á [[sálarlíf]]i annarra sé svokallaður samúðarskilningur og að fólk hermir eða líkir ósjálfrátt eftir sálarástandi, röddu og [[Svipbrigði|svipbrigðum]] annarra.<ref name="pind-2005-22">Jörgen L. Pind (2005), bls. 22</ref> Guðmundur varði ritgerð sína við Hafnarháskóla árið [[1911]].<ref name="pind-2005-9" /> Um svipað efni og hann fjallaði um í doktorsritgerðinni skrifaði hann líka [[bók]]ina ''Hugur og heimur'' sem kom út árið [[1912]].{{Heimild vantar}}
 
Um svipað leyti og Guðmundur varði ritgerð sína var [[Háskóli Íslands]] stofnaður og þá um leið prófessorsembætti í [[heimspeki]] við skólann, sem hann sótti um, en [[Ágúst H. Bjarnason]] fékk, og gerðist þá Guðmundur aðstoðarbókavörður við Landsbókasafnið.<ref name="pind-2005-28">Jörgen L. Pind (2005), bls. 28</ref>