„Upplýsingin“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:ENC_1-NA5_600px.jpeg|thumb|right|Fyrsta [[alfræðiorðabók]]in varð til fyrir tilstilli [[Denis Diderot]], [[Jean le Rond d'Alembert]] o.fl. á tímum Upplýsingarinnar.]]
'''Upplýsingin''' eða '''upplýsingaöldinupplýsingaröldin''' var tímabil mikilla breytinga í [[Evrópa|Evrópu]] og [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]] í [[vísindi|vísindalegum]] vinnubrögðum og [[hugsun]] sem hófst seint á [[17. öld]] í kjölfar [[vísindabyltingin|vísindabyltingarinnar]] á [[síðmiðaldir|síðmiðöldum]]. Upplýsingin stóð í um eina öld, eða til ársins [[1800]], en eftir hana tók [[rómantíkin]] við. Nafnið vísar til þess að á undan höfðu hinar ''[[miðaldir|myrku miðaldir]]'' gengið og þær nýju [[hugmynd]]ir og [[uppgötvun|uppgötvanir]] sem komu fram á þessu tímabili sviptu hulunni af mörgu því sem áður hafði verið manninum óskiljanlegt. Upplýsingin var því tímabil mikillar [[þekking]]aröflunnar [[maðurinn|mannsins]]. Þessi þekking var tilkominn vegna þess að maðurinn notaði í auknum mæli [[vísindi|vísindaleg vinnubrögð]] byggð á [[skynsemi]] og [[raunhyggja|raunhyggju]] frekar en trú á [[yfirnáttúrulegt afl|yfirnáttúruleg öfl]] eða aðrar [[bábilja|bábiljur]]. Hin kristna kirkja varð fyrir aukinni gagnrýni eftir að hin nýju vísindi og vinnubrögð gáfu af sér [[veraldleiki|veraldlega heimssýn]].
 
Upplýsingin átti helstu upptök sín í [[Evrópa|Vestur-Evrópu]]: [[Frakkland]]i, [[Bretland]]i, og [[Þýskaland]]i og víðar. Hún bar um alla Evrópu og hafði víðtæk áhrif á [[samfélag]]ið og [[tækni]]þróun. [[Hagfræði]]ngurinn [[Adam Smith]] var helsti boðberi [[Skoska upplýsingin|Skosku upplýsingarinnar]] og telst faðir nútíma hagfræði.