„Almenna bókafélagið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Almenna bókafélagið''' eða '''AB''' var [[Ísland|íslenskt]] [[bókaforlag]] sem var stofnað [[17. júní]] [[1955]]. Hlutverk þess var meðal annars að mynda menningarlegt mótvægi við [[Mál og menning|Máli og menningu]]u sem þá var öflugasta bókaforlag landsins og þótti tengjast vinstrisinnuðum rithöfundum. Á þessum tíma voru starfandi tvö félög íslenskra rithöfunda, [[Rithöfundafélag Íslands]] og [[Félag íslenskra rithöfunda]], sem skiptust eftir pólitískum átakalínum. Að stofnun Almenna bókafélagsins stóðu meðal annars [[Bjarni Benediktsson (f. 1908)|Bjarni Benediktsson]], sem þá var menntamálaráðherra, [[Gunnar Gunnarsson]], [[Guðmundur G. Hagalín]], [[Tómas Guðmundsson]], [[Jóhannes Nordal]] og [[Kristmann Guðmundsson]].
 
Alvarlegir rekstrarörðugleikar í byrjun [[1991-2000|10. áratugar]] 20. aldar ráku félagið í [[gjaldþrot]] árið [[1996]]. [[Vaka-Helgafell]] keypti þá lager fyrirtækisins. [[Edda útgáfa]] á nú réttinn á nafninu.