Munur á milli breytinga „Ítalska nýraunsæið“

m
ekkert breytingarágrip
m (nýraunsæið)
 
m
'''Ítalska nýraunsæið''' var ríkjandi [[stefna]] í [[ítölsk kvikmyndagerð|ítalskri kvikmyndagerð]] fyrstu árin eftir [[Síðari heimsstyrjöld]]. Upphaf stefnunnar má rekja til hóps róttækra [[kvikmyndagagnrýni|kvikmyndagagnrýnenda]] í kringum tímaritið ''Cinema'' í [[Róm]] á tímum [[fasismi|fasismans]]. Þessi hópur taldi meðal annars [[Michelangelo Antonioni]], [[Luchino Visconti]], [[Gianni Puccini]], [[Cesare Zavattini]], [[Giuseppe De Santis]] og [[Pietro Ingrao]], sem einkum gagnrýndu svokallaðar ''[[telefono bianco]]''-myndir sem voru stofudrama að bandarískri fyrirmynd úr heimi góðborgara og aðals. Fyrsta kvikmyndin sem opinberlega var kennd við nýraunsæið var ''[[Róm, óvarin borg]]'' eftir [[Roberto Rossellini]] 1945, sem fjallaði um hina skammvinnu þýsku hersetu í Róm 1943. Áður hafði kvikmyndin ''[[Heltekinn]]'' eftir Visconti verið bönnuð af kvikmyndaeftirlitinu 1943 en sú mynd var undir miklum áhrifum frá [[ljóðrænt raunsæi|ljóðræna raunsæinu]] í [[frönsk kvikmyndagerð|franskri kvikmyndagerð]] fyrir stríð.
 
Helstu einkenni ítalska [[nýraunsæi]]sins voru sögur af alþýðufólki, yfirleitt settar fram með stuttum laustengdum atriðum, með áherslu á tilfinningar fremur en pólitískan boðskap, tökur á raunverulegum stöðum (ekki í kvikmyndaveri), ómenntaðir leikarar í aukahlutverkum og jafnvel aðalhlutverkum, notkun venjulegs talmáls og heimildarmyndastíll í kvikmyndatöku. Með því að notast við [[talsetning]]u var hægt að notaskapa breiða [[sviðsetning]]u með mörgu fólki í mynd í einu. Með þessum hætti reyndu leikstjórarnir að skapa [[raunsæi|raunsæja]] mynd af ítölsku samfélagi eftirstríðsáranna sem einkenndist af [[atvinnuleysi]] og [[fátækt]].
 
Um leið og efnahagsástandið á Ítalíu batnaði upp úr 1950 tóku vinsældir nýraunsæisins að dala. Fyrstu kvikmyndir [[Federico Fellini|Fellinis]] voru í þessum anda en með ''[[La dolce vita]]'' 1960 klauf hann sig frá nýraunsæinu með sögum af næturlífi fræga fólksins í [[Róm]].