Munur á milli breytinga „Elizabeth Cady Stanton“

clean up, typos fixed: Hundruðir → Hundruð using AWB
m (robot Bæti við: nl:Elizabeth Cady Stanton)
(clean up, typos fixed: Hundruðir → Hundruð using AWB)
 
==Fyrstu árin==
Stanton fæddist í Johnstown, [[New_YorkNew York-fylki|New York]] þann 12. nóvember 1815. Foreldrar hennar voru Margaret Livingston og Daniel Cady, þingmaður og hæstaréttindadómari. Ólíkt mörgum konum á hennar tíma, fékk Stanton klassíska menntun í Johnstown Academy, þar sem hún lærði [[Latína|latínu]], [[Forngríska|grísku]] og [[stærðfræði]] til sextán ára aldurs. Árið [[1830]] hóf Stanton nám í Troy Female Seminary, kvennaskóla stofnuðum af [[Emma Willard|Emmu Willard]].
 
Árið [[1840]] giftist Stanton Henry Brewster Stanton, fréttamanni og baráttumanni gegn þrælahaldi. Stanton tók nafn eiginmanns síns við giftinguna, og skráði nafn sitt ávallt sem Elizabeth Cady Stanton eða E. Cady Stanton, en hún neitaði að svara Mrs. Henry B. Stanton. Hún hélt því fram að konur væru einstaklingar og sagði að „sú hefð að kalla konur frú Jón Þetta og frú Tómas Hitt, og blökkumenn Sambó og Zip Coon, er hefð sem byggist á þeirri hugmyndafræði að hvítir menn stjórni öllu“. Einnig neitaði Stanton að bindast manni sínum hefðbundnum kirkjuheitum. Hluti af kirkjulegri giftingu innifól heit brúðarinnar til mannsins að „elska, virða og hlýða“ honum. Stanton neitaði að „hlýða“ honum en í stað sór að koma fram við hann sem jafningja.
 
==Upphaf kvennabaráttunnar==
Árið 1840 hitti Stanton [[Lucretia Mott|Lucretiu Mott]] á alþjóðlegri ráðstefnu gegn [[þrælahald|þrælahaldi]]i í London. Mott var [[kvekaradómur|kvekari]], [[prestur]] og baráttukona gegn þrælahaldi. Konurnar tvær urðu vinir þegar þeim tveimur var neitað að taka þátt í ráðstefnunni, þrátt fyrir að Mott hafði verið valin opinber erindreki fyrir samfélag sitt í Bandaríkjunum. Eftir miklar umræður var konunum leyft að sitja ráðstefnuna á svæði sem var lokað af frá aðalsalnum, svo að karlarnir þyrftu ekki að horfa á þær. William Lloyd Garrison, sem mætti á ráðstefnuna eftir að atkvæðin voru talin, sat þar með þeim til að mótmæli þessari ákvörðun. Mott og hugmyndir hennar um kvenfrelsi höfðu mikil áhrif á Stanton.
 
Hugmyndir Stantons um kvenfrelsi styrktust eftir að hjónin fluttu til Seneca Falls, New York árið [[1847]]. Stanton saknaði lífs síns í Boston, og leiddist líf húsmóðurinnar. Hún skrifaði seinna:
 
==Síðustu árin==
Á árunum eftir þessa baráttu hóf Stanton ásamt fleiri konum að berjast fyrir breytingum á túlkun laganna. Þær héldu því fram að stjórnarskráin hefði þegar gefið konum kosningarétt í lagagrein sem skilgreindi [[Borgari|borgara]] sem „allar manneskjur sem eru fæddar í Bandaríkjunum eða hafa fengið bandarískan ríkisborgararétt“. Árið [[1872]] reyndi Anthony að greiða atkvæði, og [[1880]] reyndi Stanton hið sama. HundruðirHundruð annarra kvenna reyndi að kjósa að þessum árum í hinum ýmsu fylkjum Bandaríkjanna, án árangurs.
Stanton skrifaði margar bækur sem voru mikilvægar fyrir kvenréttindabaráttuna í Bandaríkjunum. Árið [[1881]] kom út fyrsta bindið í verkinu ''The History of Woman Suffrage''. Þetta verk innihélt sögu kvennabaráttunnar ásamt skjölum og bréfum sem henni tengdist. Stanton, Anthony og Gage skrifuðu fyrstu þrjú bindin, en verkinu var ekki lokið fyrr en sjötta bindið, skrifað af [[Ida Harper]], kom út árið [[1922]]. Einnig gaf Stanton út ''The Women's Bible'' árið [[1895]], og sjálfsævisöguna ''Eighty Years & More: Reminiscences 1815-1897'' árið [[1898]]. Árið [[1868]] stofnaði Stanton ásamt Anthony og [[Parker Pillsbury]] tímaritið ''Revolution''.
* [http://www.nps.gov/wori/home.htm Women's Rights National Historical Park (National Park Service):] [http://www.nps.gov/archive/wori/ecs.htm Elizabeth Cady Stanton's biography]
 
[[Flokkur:Kvenréttindi|Stanton, Elizabeth Cady]]
 
[[Flokkur:Bandarískir rithöfundar|Stanton, Elizabeth Cady]]
{{fde|1815|1902|Stanton, Elizabeth Cady}}
 
[[Flokkur:Kvenréttindi|Stanton, Elizabeth Cady]]
[[Flokkur:Bandarískir rithöfundar|Stanton, Elizabeth Cady]]
 
[[ast:Elizabeth Stanton]]
833

breytingar