„Einveldistímabilið á Íslandi“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m Umritun
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Einveldið á Íslandi''' stóð frá þeim tíma þegar [[Ísland|Íslendingar]] undirrituðu [[Erfðahyllingin|Erfðahyllinguna]] á [[Kópavogsfundurinn|Kópavogsfundinum]] [[1662]], tveimur árum eftir að hún var undirrituð í [[Danmörk]]u, þar til það var formlega afnumið með [[stöðulögin|stöðulögunum]] árið [[1871]]. Áður var það afnumið í Danmörku [[1848]] en þarna á milli má segja að staða Íslands gagnvart konungi hafi verið óviss.
 
Í kjölfar sigurs Dana eftir [[umsátrið um Kaupmannahöfn]] í [[Karls Gústafs-stríðin|Karls Gústafs-stríðunum]] árið [[1660]] tók [[Danmörk-Noregur|Dansk-Norska ríkið]] upp [[einveldi]] ogá [[stéttaþing]]i í Kaupmannahöfn. Við þetta varð ríkið jafnframt að [[erfðaríki]] en hafði áður verið formlega séð kjörríki þar sem nýjum konungi hafði verið gert að undirrita réttindaskrá sem undirbúin var af [[danska ríkisráðið|danska ríkisráðinu]] áður en hann gat tekið við völdum. Með nýju lögunum varð konungur óháðari danska [[aðall|aðlinum]] og gat hagað stjórnskipan ríkisins að vild. [[1665]] var einveldið staðfest með [[konungslögin um einveldið|konungslögunum um einveldið]].
 
Með stofnun einveldis breyttist hlutverk [[Alþingi]]s þannig að lög sem komu frá [[Kaupmannahöfn]] þurftu ekki lengur staðfestingar þingsins með. Hlutverki Alþingis sem [[löggjafarvald|löggjafarsamkundu]] var þar með í raun lokið, þótt þingið setti raunar áfram lög til ársins [[1700]]. Með stofnun [[Hæstiréttur Danmerkur|hæstaréttar]] í Danmörku 1661 missti [[yfirdómur]] jafnframt hlutverk sitt sem æðsta [[dómsvald|dómstig]] landsins. Menn deila þó um hversu róttækar breytingarnar á stjórnskipan landsins voru í reynd og benda á að Alþingi hefði löngu áður verið farið að staðfesta sjálfkrafa lög frá konungi og að menn hefðu getað skotið máli sínu til konungs áður en hæstiréttur tók til starfa.