Munur á milli breytinga „Sassanídar“

Engin breyting á stærð ,  fyrir 12 árum
clean up, typos fixed: stöðuleiki → stöðugleiki (2) using AWB
(clean up, typos fixed: stöðuleiki → stöðugleiki (2) using AWB)
Á fjórðu öld var þar stofnaður skólinn Gundishapur, ein helsta menntastofnun heimsins á miðöldum. Til Gundishapur streymdu nemendur og kennarar frá öllum heimshornum hins þekkta heims.
Sassanídar höfðu mikil áhrif á Rómverska siðmenningu. Yfirbragð rómverska hersins varð fyrir áhrifum frá Persneskum hernaðaraðferðum. Í breyttu formi var einræðisstjórnininni í Róm viss stæling konunglegu hirðarinnar í Ctesiphon. Þaðan sóttu svo hirðir miðaldarevrópu hefðir sínar. Uppruni formleika Evrópskra erindreka má rekja rætur sínar til dimplómatískra samskipta Persa og Rómverja. Notkun þungbrynjaðs riddaraliðs og riddaramennska í evrópu á miðöldum má einnig rekja til Sassanída í gegnum rómverja.
 
 
Stjórnarfar
Her
Her Sassanída var mjög vel skipulagður og agaður. Hershöfðingjar þeirra voru vel menntaðir í hernaðarfræðum og –skipulagi. Sassanída skrifuðu margar bækur um efni tengd hernaðarfræðum. Lítið eða ekkert af því hefur varðveist. Í persneska hernum voru menn af mörgum kynstofnum, bæði frá hertöknum löndum sem og málaliðar frá öðrum löndum. Burðarás Persahers var þungbrynjað riddaralið, sem innihélt persneska aðalsmenn sem höfðu verið þjálfaðir í það frá unga aldri. Auk þeirra voru léttbrynjaðari bogamenn á hestum. Innganga í þá sveit var flestum opin. Fótgangandi bogamenn og herfílar voru síðan notaðir til að auðvelda notkun riddaraliðsins, meðal annars með því að gera göt í fylkingar óvinarins. Persar höfðu einnig í her sínum léttbrynjaða fótgöngumenn og náðu frábærum árangri með notkun umsáturvopna í her sínum. Einnig eru dæmi fyrir því að þeir hafi notað þungbrynjaðri fótgönguliða við mjög góðan árangur.
 
 
Trú
Shapur II
Árin eftir dauða Shapur I einkenndust af áflogum um konungsstólinn. Konungar komu og fóru og fæstir sátu mikið lengur en 2-3 ár. Þegar Horzmid II dó árið 309, drap aðallinn alla þrjá syni hans og krýndu ófæddan son hjákonu hans konung.
Fyrstu ár Shapur II stjórnaði mamma hans og aðallinn ríkinu við góðan orðstýr. Þegar Shapur II kom til aldurs tók hann völdin af þeim og sýndi það fljótlega að hann var vel til verksins vaxinn. Shapur ríkti til 379 og á þeim fimmtíu árum sem hann réð stóð hann í linnulausum hernaði. Shapur II safnaði heilögum ritum Zaraþústratrúar og sameinaði öll ritin saman í eina bók, Avesda. Hann lagði blátt bann á kristni og ofsótti kristna sem vildu ekki snúast til ríkistrúnnar. Undir stjórn Shapurs stækkaði ríkið enn meira, varð enn ríkara og enn voldugra en það hafði verið áður. Algengt er að segja að undir stjórn hans hafi ríkt gullöld, þar sem mikil stöðuleikistöðugleiki hafi ríkt innan ríkisins þó stöðug stríð hafi geysað. Á öldinni eftir dauða Shapurs II dalaði ríkið hægt og rólega.
 
Seinni gullöld
Þegar Kavadh I komst í annað skipti til valda árið 498 er talað um að seinni gullöld Sassanída hefjist. Þessi gullöld helst tiltölulega óáreitt allt til 622 þegar mjög fer að halla undir fæti hjá þeim. Þetta tímabil einkenntist af miklum stöðuleikastöðugleika. Þrátt fyrir það stóðu yfir nær stanlaus stríð milli Persa og Rómverja sem Rómverjar reyndu eins og þeir best gátu að kaupa sig frá. Khosrau I sonur Kavadhs I stóð í miklum endurbótum í stjórnartíð sinni. Hann endurbætti gamalt stjórnarkerfi Sassanída og byggði upp sterkt net skattheimtu innan ríkis síns.
 
Fall Sassanísku ættarinnar
833

breytingar