„Einveldistímabilið á Íslandi“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Davidbirkir (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
{{hreingerning}}
 
'''Einveldið.'''
Ísland játaðist undir Noregskounung með gamla sáttmála árið 1262. Noregur og Danmörk ganga síðan undir eina krúnu árið 1380 og fylgdi Ísland Noregi. Árið 1660 tók Dansk-Norska ríkið síðan upp einveldi og varð jafnframt að erfðaríki en hafði áður verið kjörríki.
 
Íslendingar játuðust síðan undir einveldið og erfðakonungsdæmið árið 1662, eða tveimur árum síðar. Árið 1665 fékk konungur síðan ótakmarkað vald til lagasetningar með konungslögunum.
Við þetta fór nærri eingöngu dómsstörf fram á þingi. Það setti þó í raun lög allt til ársins 1700 en ekki kvað mikið að því. Annað sem einveldið orsakaði var stofnun Hæstaréttar Dana árið 1661, sem varð þá jafnframt æðsti dómstóll Íslendinga. Einnig urður breytingar á æðstu umboðsstjórn landsins. Þar sem búið var til embættið stiftamtmaður en hann kom í stað höfuðsmanns sem æðsti fulltrúi konungsvalds á Íslandi. Sat það embætti í Kaupmannahöfn til 1770.
 
Þessu valdi var reyndar seinna skipt niður á milli landfógeta og amtmanns. Var það þá hlutverk landfógeta að hafa með höndum fjármál og atvinnumál, en amtmanns að sinna dóms- og kirkjumálum. (Til að sjá meira um málið, Sigurður Líndal 2007:129)
 
Konungur hafði því æðsta vald í málefnum Íslendinga. Hvort sem var löggjöf, stjórnarframkvæmd eða dómsmálum. Alþingi varð sífellt minna í umsvifum þar til það var lokslagt niður árið 1800 og stofnaður landsyfirréttur þess í stað til að taka við dómsstörfum þingsins.
 
Þjóðin vaknar síðan ekki úr dvala fyrr en nokkuð er komið fram á 19. öld og tekur þá við sjálfstæðisbarátta Íslendinga. Síðan árið 1840 ákveður konungur að koma til móts við ósátta Íslendinga og stofna ráðgefandi þing sem kallast skyldi Alþingi. Gekk það í gegn árið 1843. Hið nýja þing var eingöngu ráðgefandi þing um löggjafarmálefni og skyldi koma saman annað hvert ár. Árið 1848 lofaði konungur síðan fyrir alþjóð að leggja niður einveldisstjórn og hefja undirbúning að nýrri stjórnskipan.(Vilji menn lesa meira um lagalega hlið sjálfstæðisbaráttunar má benda á rit Gunnar G. Schram frá 1997 á bls: 632-645)
 
Einveldið á Íslandi fellur síðan ekki undir lok fyrr en við stofnun lýðveldisins 17 júní árið 1944.
 
== Heimildir: ==
 
* Gunnar G. Schram, 1997. ''Stjórnskipunarréttur''.
 
* Sigurður Líndal, 2007. ''Réttarsöguþættir''.
Heimildir:
Gunnar G. Schram, 1997. Stjórnskipunarréttur.
 
Sigurður Líndal, 2007. Réttarsöguþættir.