Munur á milli breytinga „Brjáns saga“

ekkert breytingarágrip
Flestir fræðimenn eru sammála um að í 154.–157. kafla [[Njáls saga|Njáls sögu]] sé stuðst við glatað rit um Brjánsbardaga. Þetta rit er einnig notað í [[Þorsteins saga Síðu-Hallssonar|Þorsteins sögu Síðu-Hallssonar]] og lítillega í [[Orkneyinga saga | Orkneyinga sögu]]. Þessi tilgátusaga er venjulega kölluð ''Brjáns saga'', og hefur líklega verið samin á Íslandi um 1200. Hún hefur e.t.v. verið eina íslenska fornritið sem fjallaði að mestu um írska atburði.
 
Í Þorsteins sögu segir: „Jarl [Sigurður Hlöðvisson] þakkaði honum [Þorsteini] orð sín. Þeir fóru síðan til Írlands og börðust við Brján konung, og urðu þar mörg tíðendi senn, sem segir í sögu hans.“ Talið hefur verið að orðið ''hans'' vísaðivísi til Brjáns konungs og sögu hans. [[Jón Jóhannesson]] benti hins vegar á, að velþetta megi skilja þetta svo að átt sé við sérstaka sögu af [[Sigurður Hlöðvisson|Sigurði Hlöðvissyni]] Orkneyjajarli, sem féll í Brjánsbardaga. Sú saga er glötuð ef til hefur verið. Þrátt fyrir þennan möguleika hélt Jón sig við það að átt sé við sögu Brjáns konungs.
 
Brjánsbardagi varð föstudaginn langa, [[23. apríl]] [[1014]], á Uxavöllum (Clontarf – clon = engi, tarf = tarfur, uxi) við [[Dyflinni]] á Írlandi. Þar tókust á [[Brjánn yfirkonungur Írlands]] og konungurinn í [[Leinster]], [[Máel Mórda mac Murchada]], sem hafði fengið til liðs við sig málaliða frá [[Orkneyjar|Orkneyjum]] og Dyflinni, undir stjórn [[Sigtryggur Ólafsson silkiskegg|Sigtryggs silkiskeggs]] Dyflinnarkonungs. „Brjánn féll, en hélt velli“, eins og segir í vísu um bardagann. Aðalheimildir um orustuna eru írskar, m.a. samtímaannálar og ritið ''Landvörn Íra gegn víkingum'' ([[Cogadh Gáedhel re Gallaibh]]) frá 12. öld.
 
== Heimildir ==
* [[Sophus Bugge]]: ''Norsk sagafortælling og sagaskrivning i Irland''. KirstianiaKristiania 1901.
* Einar Ól. Sveinsson (útg.): ''Brennu-Njáls saga''. ''Íslensk fornrit'' XII, Reykjavík 1954:xlv-xlix. [[Hið íslenska fornritafélag]].
* Jón Jóhannesson (útg.): ''Austfirðinga sögur''. ''Íslensk fornrit'' XI, Reykjavík 1950:cii og 301. Hið íslenska fornritafélag.
Óskráður notandi