„Cíceró“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
SieBot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: sq:Mark Tul Ciceroni
Lína 20:
 
===Andstaðan við Marcus Antonius og andlát===
Það kom Cíceró gjörsamlega í opna skjöldu þegar Caesar var ráðinn af dögum 15. mars árið 44 f.Kr. Í bréfi til Treboníusar, eins samsærismannanna, kvaðst Cíceró gjarnan hafa viljað vera í þeirra flokki. Á þeim glundroðatíma sem fylgdi í kjölfar morðsins á Caesari reyndi Cíceró að láta til sín taka á ný í stjórnmálunum. Hann varð fjandmaður [[Marcus Antóníus|Marcusar Antóníusar]], sem hafði verið hægri hönd Caesars, og varð það til þess að þegar [[Ágústus|Oktavíanus]] (síðar nefndur Ágústus), [[Marcus Aemilius Lepidus (ræðismaður 46 f.Kr.)|Marcus Aemilius Lepidus]] og Antóníus stofnuðu með sér [[þremenningasamandið síðara]] sem svo er nefnt heimtaði Antóníus að nafn Cícerós yrði á lista yfir þá sem skyldi taka af lífi. Oktavíanus og Lepidus féllust á það og þar með voru örlög Cícerós ráðin. Hann var drepinn á flótta 7. desember 43 f.Kr. Höfuð hans og hendur voru hafðar til sýnis á torginu í Róm, líkt og [[Maríus]] og [[Súlla]] höfðu báðir gert við óvini sína. Cíceró var eina fórnarlamb þremenninganna sem var hafður til sýnis með þessum hætti eftir andlát sitt. [[Plútarkos]] segir að [[Fulvía]], eiginkona Antóníusar, hafi tekið höfuð Cícerós, togað út tungu hans og rekið hana í gegn með teini og sagt að loksins þegði Cíceró, en Cíceró hafði meðal annsrannars svívirt Fúlvíu í ræðum sínum.
 
== Ritverk Cícerós ==