„Brjáns saga“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Brjáns saga''' – (eða '''Brjánssaga''') – var forn íslensk saga ([[tilgátusaga]]), þar sem m.a. var sagt frá [[Brjánsbardagi | Brjánsbardaga]] á [[Írland]]i og Brjáni yfirkonungi Írlands. Sagan er glötuð.
 
Flestir fræðimenn eru sammála um að í 154.–157. kafla [[Njáls saga|Njáls sögu]] sé stuðst við glatað rit um Brjánsbardaga. Þetta rit er einnig notað í [[Þorsteins saga Síðu-Hallssonar|Þorsteins sögu Síðu-Hallssonar]] og lítillega í [[Orkneyinga saga | Orkneyinga sögu]]. Þessi tilgátusaga er venjulega kölluð ''Brjáns saga'', og hefur líklega verið samin á Íslandi um 1200. Hún hefur e.t.v. verið eina íslenska ritiðfornritið sem fjallaði að mestu um írska atburði. [[Jón Jóhannesson]] telurtaldi hins vegar allt eins líklegt að þetta rit hafi verið sérstök saga um [[Sigurður Hlöðvisson|Sigurð Hlöðvisson]] Orkneyjajarl, sem féll í Brjánsbardaga.
 
Brjánsbardagi varð föstudaginn langa, [[23. apríl]] [[1014]], á Uxavöllum (Clontarf – clon = engi, tarf = tarfur, uxi) við [[Dyflinni]] á Írlandi. Þar tókust á [[Brjánn yfirkonungur Írlands]] og konungurinn í [[Leinster]], [[Máel Mórda mac Murchada]], sem hafði fengið til liðs við sig málaliða frá [[Orkneyjar|Orkneyjum]] og Dyflinni, undir stjórn [[Sigtryggur silkiskegg|Sigtryggs silkiskeggs]] Dyflinnarkonungs. „Brjánn féll, en hélt velli“, eins og segir í vísu um bardagann. Aðalheimildir um orustuna eru írskar, m.a. samtímaannálar og ritið ''Landvörn Íra gegn víkingum'' ([[Cogadh Gáedhel re Gallaibh]]) frá 12. öld.
Lína 8:
 
Nýlega hafa komið fram hugmyndir um að Brjáns saga hafi verið rituð af norrænum mönnum í Dyflinni um 1100, sem andsvar við ritinu „Landvörn Íra gegn víkingum“ (sjá Clarke o.fl. 1998:449).
 
[[Friðrik Ásmundsson Brekkan]] samdi skáldsögu um Brjánsbardaga, sem heitir ''[[Saga af Bróður Ylfing]]''. Hún kom fyrst út á dönsku 1924 (''Ulveungernes broder''), en var brátt þýdd á íslensku (Akureyri 1929). Ljósprentuð 1988 í tilefni af aldarafmæli höfundarins.
 
== Heimildir ==
* [[Sophus Bugge]]: ''Norsk sagafortælling og sagaskrivning i Irland''. Kirstiania 1901.
* Einar Ól. Sveinsson (útg.): ''Brennu-Njáls saga''. ''Íslensk fornrit'' XII, Reykjavík 1954:xlv-xlix. [[Hið íslenska fornritafélag]].
* H. B. Clarke, M. Ní Mhaonaigh og R. Ó Floinn (ritstj.): ''Ireland and Scandinavia in the Early Viking Age''. Four Courts Press, 1998.
* Kennedy, John Kennedy: ''The Íslendingasögur and Ireland''. http://www.dur.ac.uk/medieval.www/sagaconf/kennedy.htm
* {{enwikiheimild|Brjáns saga|2. nóvember|2008}}
 
== Tengt efni ==
* [[Brian Boru]] eða [[Brjánn hákonunguryfirkonungur]] Írlands
* [[Orkneyjajarlar]]