„Richard Dawkins“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Richard_dawkins_lecture.jpg|thumb|right|Richard Dawkins á fyrirlestri í Reykjavík 24. júní 2006.]]
'''Clinton Richard Dawkins''' (fæddur [[26. mars]] [[1941]]) er [[Bretland|breskur]] [[líffræðingur]], [[rithöfundur]] og [[prófessor]] við [[Oxford-háskóli|Oxford-háskóla]]. Hann er einna þekktastur fyrir að vera málsvari [[trúleysi]]s, fyrir gagnrýni á [[trúarbrögð]] og [[hjátrú]] og fyrir að halda á lofti erfðafræðilegum sjónarmiðum í [[þróunarlíffræði]]. Hann hefur hlotið verðlaun frá Dýrafræðisamtökum Lundúna (1989), Michael Faraday-vísindaverðlaunin frá Royal Society (1990) og Kistler-verðlaunin (2001).
 
Dawkins hlaut fyrst eftirtekt árið [[1976]] með bók sinni ''[[The Selfish Gene]]'', sem jók mjög vinsældir erfðafræðilegra sjónarmiða í þróunarlíffræði. Þar kynnti hann til sögunnar [[hugtak]]ið „[[The Selfish Gene#Meme|meme]]“ sem er undirstöðuhugtak í menningarþróunarfræðum. Árið [[1982]] kom út annað meginrit hans um þróun, ''[[The Extended Phenotype]]''. Dawkins hefur í kjölfarið samið fjölda vinsælla bóka um vísindi og komið fram í sjónvarpi og útvarpi þar sem hann hefur fjallað um þróunarlíffræði, [[sköpunarhyggja|sköpunarhyggju]], [[vithönnun]] (e. intelligent design) og [[trúarbrögð]].