„Viðlíking“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Haukurth (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Viðlíking''' ('''líking''' eða '''samlíking''') er [[stílbragð]] sem felst í að ljósi er varpað á fyrirbæri með því að bera það saman við annað fyrirbæri sem á eitthvað sameiginlegt með því. Viðlíking er náskyld ''[[myndhverfing]]u'' en munurinn felst í að í viðlíkingu er samanburðurinn bókstaflegur en í myndhverfingu er hann gefinn í skyn. Viðlíkingar eru algengar í ljóðlist en koma einnig víða fyrir í öðrum textum og töluðu máli. Í kviðum [[Hómer]]s eru viðlíkingar algengar og oft býsna ítarlegar. Eftirfarandi dæmi er úr ''[[Ilíonskviða|Ilíonskviðu]]'' og lýsir herliði Grikkja.
 
:Nú þusti fólkið að. Svo sem flokkar þéttra býflugna þjóta fram úr bergholu, og koma æ fram nýjar og nýjar, fljúga í riðlum uppi yfir vorblómunum, sem vínber á kló, og flögra hnapparnir ýmist hér, ýmist þar: svo gengu margar sveitir hermanna frá skipunum og búðunum flokkum saman á þingið eftir endilangri sjávarströndinni.<ref>''Ilíonskviða'' 1949, bls. 28.</ref>