Munur á milli breytinga „Mikla-Flugey“

m
ekkert breytingarágrip
m
Í upphafi var ákveðið, árið 1851, að byggja vita á norðurenda Únstar, en menn urðu ekki á eitt sáttir um staðsetninguna fyrr en 1854. Það var svo Krímstríðið sem rak á eftir mönnum að byggja vita til verndar skipum [[Viktoría Bretadrottning|hennar hátignar]] og var bráðabirgðaviti byggður á Miklu-Flugey. Þótt hann stæði í hartnær 70 metra hæð yfir sjávarmáli, þá laskaðist hann svo illa í feiknalegum sjógangi strax veturinn eftir, að ákveðið var að byggja nýjan. Eftir frekari deilur um staðsetningu voru gefin fyrirmæli um að hefjast handa sumarið 1855.
 
Vitinn er 20 metra hár og er nyrsti viti Bretlandseyja. Ljóskeilan skín hvítu á 20 sekúndna fresti, og sést úr 35 km fjarlægð í góðu skyggni. Mikla-Flugey var nyrsta byggða ból á Bretlandseyjum þangað til vitinn var gerður al-sjálfvirkur í mars 1995.
 
Vitinn á Miklu-Flugey var einn af fáum á Skotlandi, þar sem vitaverðirnir höfðu aðskildan íverustað þegar þeir voru ekki á vakt (sama gilti á [[Súlusker]]i með bækistöð á [[Straumsnes, Orkneyjum|Straumsnesi]], á Orkneyjum). Íverustaðurinn var seldur þegar vitinn var gerður sjálfvirkur, og er nú notaður til þess að taka á móti ferðamönnum.
12.721

breyting