„Heimdallur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m Lagaði til, íslenskar gæsalappir og smá stafsetning.
m Afsakið, fór óvart yfir þetta.
Lína 8:
 
Um vopn Heimdallar er ekki getið nema að því leyti, að höfuð er kennt og kallað „hjör (sverð) Heimdalls“; sbr. vísu [[Grettir|Grettis]] og [[Snorra-Edda|Snorra-Eddu]], [[Skáldskaparmál]] 69. kap.; en í 8. kap. í Skskm. er það öfugt, og sverðið kallað „Heimdalar höfuð“, því að „hann var lostinn mannshöfði í gögnum“ - af Loka -, og er höfuð síðan nefnt „mjötuðr (þ. e. bani) Heimdallar“. Hvorttveggja getur ekki sameinast, því að sverð Heimdallar getur ekki orðið það sverð, sem hann var drepinn með. En orðið „mjötuðr Heimdallar“ lítur ekki sérlega tortryggilega út og ólíklegt að Snorri hafi búið það til sjálfur, og eftir þessu kennir hann líka sjálfur í [[Háttatal]]i.
[[Image:Freya and Heimdall by Blommer.jpg|thumb|left|250px|Heimdallur afhendir Freyju Brísingamen eftir kappsundið við Loka.]]
 
Loks er það gömul skilning á Heimdalli, að hann sé upphaf allra stétta í mannfélaginu; í upphafi Völuspár eru menn nefndir „meiri ok minni megir Heimdallar“, og er frá því skýrt nánar í [[Rígsþula|Rígsþulu]]. Heimdallur fer þar um og nefnist Rígur og kemur til þriggja hjóna, er hvert um sig merkir stétt manna og um leið stig í mentunar- og menníngarþróun mannkynsins; kvæðið er heimspekilegt hugsunarverk. Heimdallur kemur fyrst til Áa og Eddu, svo til Afa og Ömmu og loks til Föður og Móður, og er alstaðar vel tekið. Með konunum verður hann svo frumfaðir þræla, karla (þ.e. bænda almennt) og Jarls; en Jarls sonur er svo Konr ungi þ. e. konungur. Menningarstigi og útliti hverrar stéttar er lýst, og er kvæðið afarmerkilegt. Þegar Jarl var í uppvexti, kom Rígur til hans og gaf honum heiti sitt og kenndi honum rúnar (þ. e. þekkíngu á rúnum og þar með alls konar fræði); en sonur hans var honum enn fremri: „kunni rúnar / ævinrúnar / ok aldrrúnar / meir kunni hann / mönnum bjarga / eggjar deyfa / ægi lægja“ o.s.frv. Af þessu öllu sést best, hver Heimdallur í rauninni er; hann er enginn annar en Óðinn sjálfur (eða hinn æðsti guð). Það var Óðinn, sem annars var viskufrömuður goða og manna („hapta snytrir“ nefnist hann í Haustlöng), og það var hann sem eignaðist rúnaþekkínguna, sem einmitt er hér talin aðalgjöf Heimdalls. Starf Heimdalls er að þessu leyti að öllu starf Óðins.