Munur á milli breytinga „Forseti“

130 bæti fjarlægð ,  fyrir 11 árum
m
stytti
m (stytti)
'''Forseti''' er titill sem að æðstu menn í mörgum félagasamtökum, fyrirtækjum eða ríkjum bera. Orðið er samsett þýðing á latnesku orðunum ''prae'' (fyrir) og ''sedere'' (að sitja) og þýðir einfaldlega „sá sem er í forsæti“ og hefur upphaflega átt við þann sem að fer með stjórn á fundi eða samkomu, sú merking á enn þá við hvað varðar forseta þjóðþinga, t.d. [[forseti Alþingis|forseta Alþingis]]. Nú á dögum er það þó oftar notað fyrir einhvern sem að fer með [[framkvæmdavald]] af einhverju tagi.
 
M.a. er forseti algengur titill [[Þjóðhöfðingi|þjóðhöfðingja]] í [[Lýðveldi|lýðveldum]]. Slíkir forseta geta verið kjörnir beint af þjóðinni, valdir af þingi eða [[Kjörmenn|kjörmannafundi]]. [[Einræðisherra]]r taka sér þennan titil líka oft. Völd forseta eru mjög misjöfn eftir ríkjum. Þar sem að [[þingræði]] tíðkast eru þau yfirleitt frekar takmörkuð og embættið fyrst og fremst táknrænt en þar sem að [[forsetaræði]] tíðkast eru þau mun meiri. [[Forseti Íslands]] er kjörinn í almennri [[kosningar|kosningu]] til fjögurra ára í senn, en vald hans er mjög takmarkað.
 
== Tengt efni ==
10.358

breytingar