Munur á milli breytinga „Kayapo-fólkið“

ekkert breytingarágrip
m
 
En upp úr 1960 jókst ágangur brasilískra stjórnvalda og landnema inn á verndarsvæði Kayapo-fólksins. Bygging hraðbrautar þvert yfir verndarsvæðið hafði í för með sér aukna umferð og uppgötvun gullnáma inn á verndarsvæðinu leiddi til [[kvikasilfurmengun|kvikasilfurmengunar]] í aðalfiskveiðiá Kayapo-fólksins og losun [[geislavirkur|geislavirks]] úrgangs frá krabbameinsleitarstöð olli tugum dauðsfalla meðal þeirra.<ref name="Kayapo Resistance"/>
[[Mynd:Amazon river basin.png|thumb|Vatnasvæði Amazon-fljóts.]]
 
Sögusagnir þess efnis að stjórnvöld í Brasilíu hyggðust byggja röð af vatnsorkustíflum, meðfram Xingu ánni og þverám hennar, komust á kreik og vissi Kayapo-fólkið að afleiðingar slíkra framkvæmda yrðu skelfilegar fyrir þá, þar sem stór hluti landssvæðis þeirra færi undir vatn. Framkvæmdirnar áttu að vera fjármagnaðar af [[Alþjóðabankinn|Alþjóðabankanum]]. Kayapo-fólkið varð frá sér numið af reiði í garð stjórvalda fyrir að bera ekki fyrirhugaðar aðgerðir undir sig og hundsa þar með [[pólitík|pólitískan]] og [[lög|lagalegan]] rétt þeirra. Stjórnvöld komu á ákvæði í lögum sem hefur gengið undir nafninu ''Catch 22''. Ákvæðið innihélt endurskilgreiningu á frumbyggjum sem í stuttu máli meinaði þeim aðgang að [[réttarkerfi|réttarkefinu]].<ref name="Kayapo Resistance"/>
 
40

breytingar