Munur á milli breytinga „Kayapo-fólkið“

ekkert breytingarágrip
'''Kayapo fólkið''' er 7,000 manna Ge-talandi örþjóð [[frumbyggi|frumbyggja]] sem býr innan um regnskóga Mið-[[Brasilía|Brasilíu]] við [[Xingu]] ána, einni af stærri þverám [[Amazon|Amazon-fljóts]]. [http://en.wikipedia.org/wiki/Caiapos] Þau búa í 14 innbyrgðis sjálfstæðum samfélögum og er svæðið sem þeim tilheyrir í dag á stærð við [[Skotland]] en þar er að finna blöndu af [[skóglendi]] og [[grassléttur|grassléttum]].<ref name="Kayapo Resistance">Turner, T. (2003). The Kayapo Resistance. Í James Spradley og David W. McCurdy, Conformity and Conflict: Readings in Cultural Anthropology, (bls. 387-404). (11. útgáfa). Boston, MA: Allyn and Bacon.</ref>
 
Öflun frumþarfa er mikilvægur þáttur í tilvist Kayapo fólksins en hún hefur mikla félagslega þýðingu fyrir þau. Þannig sjá þau tengingu milli öflun frumþarfa og [[æxlun|æxlunnar]]. Með öðrum orðum er aðlögun þeirra að umhverfinu og öflun nauðþurfta samofin á flókin hátt við æxlunaratferlið. Þau trúa á orku náttúrunnar, innvortis náttúrulegan kjarna manna og að blöndun náttúrulegrar orku við félagslega þáttinn geri samfélaginu kleift að vera til og endurnýja sig.<ref name="Kayapo Resistance"/>
40

breytingar