„Hreyfiþroski“: Munur á milli breytinga

ekkert breytingarágrip
No edit summary
No edit summary
'''Hreyfiþroski''' er skilgreindur sem þróun á getu barns til þess að hreyfa sig og hafa stjórn á [[líkami|líkama]] sínum. Við fæðingu eru hreyfingar barns ósamhæfðar<ref name="Fundamentals"> Kozier, B., Erb, G., Berman, A.J. og Snyder,S. (62004). Fundamentals of nursing: Concept, process and practice. (7. útg.). New Jersey: Pearson Prentice-Hall.</ref> en eftir því sem að heilinn þroskast samfara aukinni skynreynslu barnsins, bætist [[hreyfigeta]] þess. Þroski [[heili|heilans]] fer að hluta til eftir skynreynslu barnsins og hreyfingu þess í upphafi lífs og því mikilvægt að hlúa vel að þeim þáttum.<ref name="Developing person"> Berger, K. (32005). The developing person through the life span (6. útg.). New York: Worth Publishers.</ref>
 
Svissneski sálfræðingurinn [[Jean Piaget]] kallar þetta fyrsta stig í lífi einstaklinga [[skynhreyfistig|skynhreyfistigið]] (''sensorimotor stage'') og vill meina að í því felist að vitsmunir barns þroskist út frá [[skynjun]] og hreyfigetu (3,6).<ref name="Developing person"/><ref name="Fundamentals"/>
 
Fyrst um sinn einkennast hreyfingar barna einkum í [[óviljatýrður|óviljastýrðum]] viðbrögðum við ákveðnu [[áreiti]]. Það kann að hljóma tilgangslaust en í raun eru viðbrögðin barninu lífsnauðsynleg til þess að viðhalda [[súrefnisframboð|súrefnisframboði]] og [[líkamshiti|líkamshita]] og til þess að nærast.<ref (Berger,name="Developing 2005).person"/> Óviljastýrðu viðbrögðin eru jafnframt undanfari [[grófhreyfing|grófhreyfingar]], hvort sem það sé notkun handa, fóta eða þegar börn læra að ganga. Það sama á við um þróun [[fínhreyfing|fínhreyfingar]]. Til dæmis eru [[nýburar]] með sterkt óviljastýrt [[gripviðbragð]] en fljótlega fer það að geta teygt sig meðvitað í hluti og gripuð um þá (3).<ref name="Developing person"/>
[[Mynd:Learning to walk by pushing wheeled toy.jpg|thumb|Barn lærir að ganga.]]
Börn mæta samt sem áður ýmsum áskorunum á þroskabraut sinni þegar litið er til hreyfiþroska. Líkami þeirra breytist mikið á skömmum tíma, leikni þeirra er í stöðugri þróun og fjölbreytileiki umhverfisins eykur enn á áskorunina.<ref name="Learning to move"> Adolph, K. E. (12008). Learning to Move. Current Directions in Psychological Science, 17(3), 213-218.</ref> Þróun samhæfðrar hreyfingar, frá viðbrögðum til [[viljastýrður|viljastýrðrar]] hreyfingar, ræðst þannig bæði af breytingum hjá barninu sjálfu og á umhverfi þess. Í þvi felst að hreyfiþroski mótist af ótal samhangandi þáttum eins og mynsturmótun (''pattern generation''), [[málþroski|málþroska]], stöðustjórnun, næmni á [[sjónflæði]], styrk [[réttivöðvi|réttivöðva]], líkamlegum hömlum og hvata svo nokkur dæmi séu tekin.<ref name="Going Somewhere"> Gibson, E.J. og Sch[u]muckler, M.A. (51989). Going Somewhere: An Ecological and Experimental Approach to Development of Mobility. Ecological Psychology 1(1), 3-25.</ref>
 
Stöðugt endurmat barns á aðstæðum og eigin getu er því nauðsynlegt til þess að það geti aðlagað hreyfigetu sína að nýjum veruleika (1).<ref name="Learning to move"/> Það að ná tökum á nýrri hreyfigetu kostar mikla vinnu og aðlögun hjá barni. Eftir að barn hefur náð góðum tökum á því að skríða og vanist því að komast frá einum stað til annars snögglega og örugglega þarf það að taka skref aftur á bak þegar það reynir að takast á við það að standa óstutt eða ganga. Barnið þarf að hægja á sér og horfast í augu við endalaus föll og það óöryggi sem felst í því að læra nýja hreyfingu. Á þessum tíma sést oft hvernig börn, sem eru farin að taka nokkur hikandi skref, skipta úr göngu í skrið til þess að komast fyrr á áætlunarstað.<ref name="Motor development"> Adolph, K. E. og Berger, S.E. (2006). Motor development. Í D. Kuhn og R.S. Siegler (ritstj.), Handbook of child psychology: Vol 2. Cognition, perseption and language (bls. 161-213). New York: John Wiley & Sons.</ref> Jafnframt hafa rannsakendur bent á að þroskamynstur barna sé háð menningu, líkamlegu hreysti og heilbrigði á fyrstu tveimur árum lífsins.<ref name="Healthy Children"> Carruth, B. R. og Skinner, J.D. (42002). Feeding Behavior and Other Motor Development in Healthy Children (2-24 Months). Journal of American Collage of Nutrition, 21(2), 88-96.</ref>
 
Þó að hreyfiþroski barna sé vissulega að mörgu leiti stigbundinn og til eru ákveðin viðmið þegar litið er til þroskastigs barns er mjög misjafnt hvernær heilbrigð börn ná tilteknu þroskastigi í hreyfiþroska, eins og til dæmis að sitja óstudd eða ganga (4).<ref name="Healthy Children"/> Ef hins vegar er um óvenjulega hægan hreyfiþroska að ræða getur reynst nauðsynlegt að kanna forsendurnar fyrir töfunum. Um gæti verið að ræða þroskahömlun, líkamleg veikindi, alvarlega vanrækslu en þó alltaf mögulegt að barnið sé fullkomlega eðlilegt (3).<ref name="Developing person"/>
 
 
== Tilvísanir ==
(1) Adolph, K. E. (2008). Learning to Move. Current Directions in Psychological Science, 17(3), 213-218.
<references/>
 
(2) Adolph, K. E. og Berger, S.E. (2006). Motor development. Í D. Kuhn og R.S. Siegler (ritstj.), Handbook of child psychology: Vol 2. Cognition, perseption and language (bls. 161-213). New York: John Wiley & Sons.
 
(3) Berger, K. (2005). The developing person through the life span (6. útg.). New York: Worth Publishers.
 
(4 )Carruth, B. R. og Skinner, J.D. (2002). Feeding Behavior and Other Motor Development in Healthy Children (2-24 Months). Journal of American Collage of Nutrition, 21(2), 88-96.
 
(5) Gibson, E.J. og Sch[u]muckler, M.A. (1989). Going Somewhere: An Ecological and Experimental Approach to Development of Mobility. Ecological Psychology 1(1), 3-25.
 
(6) Kozier, B., Erb, G., Berman, A.J. og Snyder,S. (2004). Fundamentals of nursing: Concept, process and practice. (7. útg.). New Jersey: Pearson Prentice-Hall.
40

breytingar