„Kayapo-fólkið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Annato (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Annato (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Kayapo fólkið''' er 7,000 manna Ge-talandi örþjóð [[frumbyggi|frumbyggja]] sem býr innan um regnskóga Mið-[[Brasilía|Brasilíu]] við [[Xingu]] ána, einni af stærri þverám [[Amazon|Amazon-fljóts]]. [http://en.wikipedia.org/wiki/Caiapos] Þau búa í 14 innbyrgðis sjálfstæðum samfélögum og er svæðið sem þeim tilheyrir í dag á stærð við [[Skotland]] en þar er að finna blöndu af [[skóglendi]] og [[grassléttur|grassléttum]] (4).
 
[[Mynd:Kaiapos.jpeg|thumb|Kayapo leiðtogarnir Raoniiii, Kaye, Kadjor, Panara.]]
 
Öflun frumþarfa er mikilvægur þáttur í tilvist Kayapo fólksins en hún hefur mikla félagslega þýðingu fyrir þau. Þannig sjá þau tengingu milli öflun frumþarfa og [[æxlun|æxlunnar]]. Með öðrum orðum er aðlögun þeirra að umhverfinu og öflun nauðþurfta samofin á flókin hátt við æxlunaratferlið. Þau trúa á orku náttúrunnar, innvortis náttúrulegan kjarna manna og að blöndun náttúrulegrar orku við félagslega þáttinn geri samfélaginu kleift að vera til og endurnýja sig (4).
[[Mynd:Caiapo.JPG|thumb|Kayapo indíánar]]
 
Kayapo fólkið á sér sterk menningarleg sérkenni sem hafa þó tekið breytingum á undanförnum árum með auknum alþjóðlegum umsvifum. Þau er þekkt fyrir höfuðbúnað sinn og hvernig þau mála líkama og andlit. Þessi líkamlega meðhöndlun er hluti af flóknu merkingarkerfi sem vísar til líkamlegrar líðan og stöðu fólks í lífinu. Þannig táknar sídd hársins eitthvað ákveðið á hverju aldursstigi. Til dæmis á fullorðinsárum merkir sítt hár að maður sé kynferðislega virkur, á meðan stutt táknar hið gangstæða, eins og að vera með barn á brjósti og stunda því ekki [[kynlíf]] eða vegna dauða maka eða barns. Kayapo fólkið leggur mikla áherslu á táknræna og félagslega framkomu og virðist náttúan ávallt vera hluti af túlkunarferlinu (3).
 
Lína 31 ⟶ 29:
== Framtíðin ==
En þrátt fyrir sigur Kayapo fólksins gegn ágangi brasilískra stjórnvalda hefur ekki allt gengið slyndralaust fyrir sig í framhaldinu því enn eru Kayapo leiðtogar að semja ólöglega við skógarhöggs- og námumenn. Þessir samningar hafa fært umræddum leiðtogunum glás af peningum, gulli og alls kyns góssi á borð við [[flugvél|flugvélar]], vélknúin farartæki og hús í [[vestrænn|vestrænum]] stíl. Ekkert virðist geta stöðvað leiðtogana hvað þetta varðar. (1).
[[Mynd:Kaiapos.jpeg|thumb|Kayapo leiðtogarnir Raoniiii, Kaye, Kadjor, Panara.]]
 
Kayapo fólkið hefur haldið því fram að þau séu knúin til samninga um [[náttúruauðlind|náttúruauðlindir]] sínar af stjórnvöldum. Því til rökstuðnings benda þau á að mörg timbur- og námufyrirtæki bjóða upp á [[heilbrigðisþjónusta|heilbrigðisþjónustu]] sem brasilísk stjórvöld hafa vanrækt að mestu. En skógarhöggið er kannski ekki það sem ber að hafa mestar áhyggjur af því kvikasilfursmengunin sem námugröfturinn hefur í för með sér hefur ekki aðeins mengað árnar heldur mælist óhóflegt kvikasilfursmagn í blóði margra Kayapo manna (1).