„Æðakölkun“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
SpillingBot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: ar, az, bg, cs, da, de, el, en, es, fa, fi, he, it, ja, ka, ko, nl, no, pl, pt, qu, ru, sr, sv, tr, uk, zh
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Æðakölkun''' er [[bólgusjúkdómur]] í veggjum [[slagæð]]a en upphaf hennar má rekja til þess þegar [[fita]] safnast fyrir staðbundið undir [[innsta lag æðar]] vegna spennu eða álags (til dæmis [[háþrýstingur]]). Við það raskast virkni innsta lagsins og [[ónæmiskerfið]] ræsist í kjölfarið með íferð [[Stórkirningar|stórkirninga]] á svæðið. Stórkirningarnir taka upp fituna og sérhæfast við það í [[Gleypifruma|gleypifrumu]]. Þegar gleypifrumurnar virkjast losa þær frá sér [[frumuboðefni]] sem örva [[Fruma|frumur]] í [[miðlagi æðarinnar]] til að hylja fituskelluna með myndun [[Trefjahimna|trefjahimnu]]. Með þessum viðbrögðum hefur ónæmiskerfið unnið tímabundið úr vandamálinu og getur einstaklingur verið einkennalaus á meðan að skellan raskar ekki eðlilegu [[blóðflæði]]. Hins vegar ef [[bólguviðbrögð]] ónæmiskerfisins ágerast getur það orðið til þess að gleypifrumur nái að rjúfa sér leið gegnum trefjahimnuna og innsta lag æðarinnar. Við rofið nær innihald skellunnar að komast í snertingu við [[blóðrás]]ina en við það fer af stað [[storkuferli]] og [[blóðtappi]] myndast sem nær bæði inn fyrir brostna veggi skellunnar og út fyrir hana. Blóðtappinn hleður utan á sig og getur annað hvort valdið stíflu í æðinni staðbundið eða losnað frá skellunni og valdið stíflu annars staðar í [[æðakerfi]]nu og valdið [[hjartaáfall]]i, [[heilablóðfall]]i og [[heltikast|heltiköstum]].<ref name="Principles & Practice">Boon, N. A., Colledge, N. R., Walker, B. R. & Hunter, J. A. A. (ritstj.) (2006). Davidson’s Principles & Practice of Medicineı. Edinburgh: Elsevier Limited.</ref>
 
[[Mynd:Endo dysfunction Athero.PNG]]
 
Þekktir áhættuþættir kransæðasjúkdóma eru aldur, háþrýstingur, [[sykursýki]], [[hækkaðar blóðfitur]], [[reykingar]] og ættarsaga um æðakölkunarsjúkdóma.<ref name="Clinical Surgery">Henry, M. M. & Thompson, J. N. (ritstj.) (2005). Clinical Surgery. Edinburgh: Elsevier Limited.</ref>