Munur á milli breytinga „Angíótensín II“

ekkert breytingarágrip
(Ný síða: Angíótensín II kemur víða við sögu í stjórnkerfi blóðþrýstings og vökvajafnvægis í mannslíkamanum. Áhrif angíótensíns II sameinast í virkni þess á þvag- ...)
 
 
 
== Stjórnkerfi angíótensín II ==
== Áhrif Angíótensíns II á nýrnastarfsemi og stjórnun blóðþrýsting ==
Angíótensín II gegnir margþættu hlutverki á [[samvægi líkamans]] (''homeostasis'') en eitt helsta hlutverk angíótensíns eru bein áhirf þess á rúmmál [[slagæð|slagæða]] og þ.a.l. blóðþrýsting og örvun þess á seytingu aldesteróns frá [[nýrnahettuberki]] (3). Angíótensín II er virkur æðaþrengir um allan líkamann og spilar stórt hlutverk í viðhaldi blóðþrýstings og blóðflæðis, sérstaklega til [[nýrna]]. [[Hnoðrasíunarhraða]] (''GFR'') í nýrungum er viðhaldið innan ákveðinna marka og er það að stórum hluta fyrir tilstuðlan angíótensíns II. Þar sem hnoðrasíunarhraði endurspeglast í þrýstingi í hnoðra hverju sinni (og gegndræpi hans) verður líkaminn að viðhalda ákveðnum blóðþrýstingi og tryggja blóðflæði til nýrna. Þegar blóðþrýstingur fellur eða blóðflæði til nýrna skerðist skynja nærhnoðafrumur í aðlægum slagæðlingum hnoðra minnkað flæði og losa renín.
40

breytingar