„Síðtímabilið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Cessator (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 2:
'''Síðtímabilið''' er í [[Egyptaland hið forna|sögu Egyptalands]] tímabil sem nær frá upphafi tuttugustu og sjöttu konungsættarinnar [[672 f.Kr.]] til loka þrítugustu og fyrstu konungsættarinnar [[323 f.Kr.]]. Oft er litið á þetta tímabil sem síðasta blómaskeið menningar Forn-Egypta áður en landið féll endanlega undir erlend yfirráð.
 
Fyrsta konungsætt þessa tímabils sleit samband sitt við [[Assyría|Assyríu]] og reyndi að endurreisa stórveldisstöðu landsins við [[Miðjarðarhaf]]ið. Að lokum þurfti landið þó að beygja sig undir vaxandi veldi [[Persía|Persa]]. Einum konungi tuttugustu og áttundu konungsættarinnar tókst að gera uppreisn gegn Persum sem varði í sex ár, en að öðru leyti var landið hluti af veldi [[Akkamenídaríkið|Akkamenída]] samfellt frá [[525 f.Kr.]] þar til síðasti landstjóri Persa í Egyptalandi gafst upp fyrir [[Alexander mikli|Alexander mikla]] án orrustu árið [[332 f.Kr.]]. [[Ptólemajaríkið]] varð síðan til við skiptingu ríkis Alexanders [[305 f.Kr.]].
 
{{stubbur|saga}}