„Brjánsbardagi“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Brjánsbardagi''' ([[írska]]: ''Cath Chluana Tarbh'') varð [[Föstudagurinn langi|föstudaginn langa]], [[23. apríl]] [[1014]], á Uxavöllum (Clontarf – chluana = engi, tarbh = tarfur, uxi) við [[Dyflinni]] á Írlandi. Þar tókust á [[Brjánn yfirkonungur Írlands]] og konungurinn í [[Leinster]], [[Máel Mórda mac Murchada]], sem hafði fengið til liðs við sig málaliða frá [[Orkneyjar|Orkneyjum]] og Dyflinni, undir stjórn [[Sigtryggur silkiskegg|Sigtryggs silkiskeggs]] Dyflinnarkonungs. Bardaganum lauk með algerum ósigri Máel Mórda, en Brjánn var drepinn af nokkrum norrænum mönnum, sem á flótta rákust á tjald hans. „Brjánn féll, en hélt velli“, eins og segir í vísu um bardagann. Eftir orustuna breyttist Írland aftur í ríki nokkurra smákonunga, eins og verið hafði fyrir daga Brjáns konungs.
 
Aðalheimildir um orustuna eru írskar, m.a. samtímaannálar og ritið ''Landvörn Íra gegn víkingum'' ([[Cogadh Gáedhel re Gallaibh]]) frá 12. öld. Í [[Njáls saga|Njáls sögu]] er eftirminnileg lýsing á Brjánsbardaga og aðdraganda hans, þar sem dularfull öfl leika stórt hlutverk.