Munur á milli breytinga „Brjáns saga“

ekkert breytingarágrip
'''Brjáns saga''' – (eða '''Brjánssaga''') – var forn íslensk saga ([[tilgátusaga]]), þar sem m.a. var sagt frá [[Brjánsbardagi | Brjánsbardaga]] á [[Írland]]i og Brjáni yfirkonungi Írlands. Sagan er glötuð.
 
Flestir fræðimenn eru sammála um að í 154.–157. kafla [[Njáls saga|Njáls sögu]] sé stuðst við glatað rit um Brjánsbardaga. Þetta rit er einnig notað í [[Þorsteins saga Síðu-Hallssonar|Þorsteins sögu Síðu-Hallssonar]] og lítillega í [[Orkneyinga saga | Orkneyinga sögu]]. Þessi tilgátusaga er venjulega kölluð ''Brjáns saga'', og hefur líklega verið samin á Íslandi um 1200. Hún hefur e.t.v. verið eina íslenska ritið sem fjallaði að mestu um írska atburði. [[Jón Jóhannesson]] telur hins vegar allt eins líklegt að þetta rit hafi verið sérstök saga um [[Sigurður Hlöðvisson|Sigurð Hlöðvisson]] Orkneyjajarl, sem féll í Brjánsbardaga.
Óskráður notandi