„Brjáns saga“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 3:
Flestir fræðimenn eru sammála um að í 154.–157. kafla [[Njáls saga|Njáls sögu]] sé stuðst við glatað rit um Brjánsbardaga. Þetta rit er einnig notað í [[Þorsteins saga Síðu-Hallssonar|Þorsteins sögu Síðu-Hallssonar]] og lítillega í [[Orkneyinga saga | Orkneyinga sögu]]. Þessi tilgátusaga er venjulega kölluð ''Brjáns saga'', og hefur líklega verið samin á Íslandi um 1200. Hún hefur e.t.v. verið eina íslenska ritið sem fjallaði að mestu um írska atburði. [[Jón Jóhannesson]] telur hins vegar allt eins líklegt að þetta rit hafi verið sérstök saga um [[Sigurður Hlöðvisson|Sigurð Hlöðvisson]] Orkneyjajarl, sem féll í Brjánsbardaga.
 
Brjánsbardagi varð föstudaginn langa, [[23. apríl]] [[1014]], á Uxavöllum (Clontarf – clon = engi, tarf = tarfur, uxi) við [[Dyflinni]] á Írlandi. Þar tókust á [[Brjánn yfirkonungur Írlands]] og konungurinn í [[Sigtryggur silkiskeggLeinster]], Dyflinnarkonungur[[Máel Mórda mac Murchada]], sem hafði fengið til liðs við sig mikiðmálaliða norræntfrá [[Orkneyjar|Orkneyjum]] og Dyflinni, undir stjórn [[Sigtryggur silkiskegg|Sigtryggs silkiskeggs]] liðDyflinnarkonungs. „Brjánn féll, en hélt velli“, eins og segir í vísu um bardagann. Aðalheimildir um orustuna eru írskar, m.a. samtímaannálar og ritið ''Landvörn Íra gegn víkingum'' ([[Cogadh Gáedhel re Gallaibh]]) frá 12. öld.
 
Kjarni frásagnarinnar um Brjánsbardaga eru [[Darraðarljóð]], sem eru stórfellt og dularfullt kvæði, e.t.v. ort á [[Katanes (Skotlandi)|Katanesi]] nyrst á [[Skotland]]i. Sjá Njáls sögu.