Munur á milli breytinga „Lífhreinsun“

506 bætum bætt við ,  fyrir 11 árum
ekkert breytingarágrip
(Ný síða: '''Lífhreinsun''' er líftækni þar sem örverum, sveppum, plöntum eða ensímum þeirra er beitt til að hreinsa upp [[mengun|umhver...)
 
'''Lífhreinsun''' er [[líftækni]] þar sem [[örvera|örverum]], [[sveppur|sveppum]], [[planta|plöntum]] eða [[ensím|ensímum]] þeirra er beitt til að hreinsa upp [[mengun|umhverfismengun]]. Meðal lífhreinsunaraðferða má nefna hvötun á [[lífrænt niðurbrot|niðurbroti]] olíumengunar af völdum náttúrlegra jarðvegsörvera með [[áburður|áburðargjöf]], og sértækt niðurbrot á [[þrávirk efni|þrávirkum]] mengunarefnum á borð við [[fjölklórað bífenýl|fjölklóruð bífenýl]] með sérvöldum [[baktería|bakteríum]], erfðabreyttum eða náttúrlegum.
 
Hugmyndafræði lífhreinsunar byggir á setningum [[Cornelis B. van Niel|C. B. van Niels]]:
*Fyrir sérhvern þátt og sérhverja afurð lifandi [[fruma|frumna]] er til í [[lífheimurinn|lífheiminum]] örvera sem nýtir hana sem kolefnis- og/eða orkugjafa.
*Örverur eru til staðar í öllum [[búsvæði|búsvæðum]] lífheimsins.
Þannig má ætla að fyrir öll náttúrleg, lífræn mengunarefni megi finna örveru sem er fær um að brjóta þau niður og mynda úr þeim skaðlausar afurðir.
 
{{Stubbur|líffræði}}