„Signa“: Munur á milli breytinga

12 bætum bætt við ,  fyrir 13 árum
ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
== Uppruni nafnsins ==
Nafnið ''Signa'' (''Seine'') er komið úr [[latína|latínu]], ''Sequana'', sem aftur er sagt komið úr [[gallíska|gallísku]] ''Sicauna'', sem talið er merkja "áin helga" eða "fljótið helga". (Gallíska var [[keltar|keltneskt]] tungumál, sem talað var í [[Gallía|Gallíu]], og skiptist í margar [[mállýska|mállýskur]]).
 
Neðsti hluti árinnar, í [[Normandí]], var að fornu kallaður ''Rodo'' eða ''Roto'', sem er keltneskt orð sem merkir á. (Árheitið [[Rhône]] í Suður-Frakklandi er dregið af þessu sama orði). Þessu til frekari stuðnings má nefna að nafnið [[Rouen]] (Rúða eða Rúðuborg) var ''Rotomagos'' á gallísku, sem merkir „Árvellir“ (''magos'' í gallísku var upphaflega grasflöt, völlur, en fékk síðar merkinguna verslunarstaður, sbr. Rúðu-borg).