„Sigurður Kristófer Pétursson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 2:
 
Þegar Sigurður Kristófer var 14 vetra varð hann [[holdsveiki|holdsveikur]]. Tveimur vetrum síðar, árið [[1898]], tók [[Laugarnesspítali]] til starfa. Fékk hann þá vist þar og var hann einn af fyrstu sjúklingum sem þangað fluttust. Dvaldist hann þar til dauðadags. Sjúkdómur hans var hin svonefnda ''slétta holdsveiki''. Ekki varð séð að hún ágerðist hið minnsta seinni árin. það sem mest þjáði hann var [[meltingarsjúkdómur]], en ekki holdsveiki. Sjúkdómur þessi ágerðist meir og meir, þar til Kristófer var skorinn upp haustið 1923. Batnaði þá nokkuð um hríð, en síðan sótti í sama horf. Síðstliðið haust var hann sárlasinn. Vann hann þá sem ákafast að bók sinni ''Hrynjandi íslenskrar tungu'', og undi sér engrar hvíldar.
 
Sumir töldu að Sigurður ætti skilið [[doktorsnafnbót]] fyrir kenningu sína en hann svaraði því til að sér nægði sá titill, sem ekki yrði af sér tekinn: ''Sjúklingur í Laugarnesspítala''. <ref> [http://www.timarit.is/titlebrowse.jsp?issueID=433743&pageSelected=3&lang=0 Morgunblaðið 1995]</ref>
 
== Tilvísanir ==
<references/>
 
== Tenglar ==